en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10210

Title: 
  • is Tengsl heilarita og hugrænnar færni í vægri vitrænni skerðingu
  • Neuropsychological correlates of qEEG in mild cognitive impairment
Submitted: 
  • October 2011
Abstract: 
  • is

    Árið 2006 var talið að um 26,6 milljónir manna þjáðust af Alzheimerssjúkdómi og að sú tala muni fjórfaldast fyrir árið 2060. Enn sem komið er hefur ekki fundist lækning við sjúkdómnum en ef til kæmi meðferð sem væri til þess fallin að hægja á eða stöðva framgang hans verður mikilvægi þess að grípa inn í þróun hans á allra fyrstu stigum ekki ofmetið. Fyrirtækið Mentis Cura vinnur að þróun heilarita sem greiningartækni fyrir Alzheimerssjúkdóm. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl heilarita við mismunandi þætti vitrænnar færni en þrátt fyrir að lengi hafi verið þekkt að heilarit Alzheimerssjúklinga séu frábrugðin heilaritum heilbrigðra er mjög lítið vitað um hvers konar hugarstarfi þessar heilaritsmælingar tengjast. Þá er ætlunin að meta greiningarhæfni heilaritanna. Þátttakendur voru 58 einstaklingar á aldrinum 56 til 88 ára sem leituðu til Minnismóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss vegna minnisvandamála. Allir þátttakendur undirgengust taugasálfræðileg próf og fóru í heilaritatöku hjá Mentis Cura, tvisvar sinnum með árs millibili. Heilarit og taugasálfræðileg gögn voru tiltæk fyrir alla 58 þátttakendurna úr fyrri umferð, taugasálfræðileg gögn fyrir 56 þátttakendur og heilarit fyrir 54 þátttakendur úr síðari umferð. Taugasálfræðilegu prófin sem notuð voru meta tafarlaust og seinkað, yrt og óyrt minni, hraða, stýringu, sjónræna rýmisskynjun og mál og reikning. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að tvö taugasálfræðileg próf höfðu afgerandi mest tengsl við heilaritin, það er tafarlaust minni fyrir orðalista og merkingarflæði (category fluency). Bæði þessi próf byggja á starfsemi miðhluta gagnaugablaða en það er einmitt þar sem fyrstu merki Alzheimerssjúdóms sjást í heila. Heilaritin virðast ofgreina Alzheimerssjúkdóm og nýtast því ekki ein og sér sem greiningartæki fyrir sjúkdóminn en gætu verið mjög hagkvæmur kostur við skimun.

Accepted: 
  • Oct 7, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10210


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Brynhildur Jónsdóttir - Tengsl heilarita og hugrænnar færni.pdf818.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open