is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10213

Titill: 
 • Sameiningar ríkisstofnana á Íslandi : eru ríkisstofnanir að nota aðferðir breytingastjórnunar?
 • Titill er á ensku Mergers in Icelandic government agencies : are the government agencies using the methods of change management?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi lokaritgerð til BS prófs í viðskiptafræði fjallar um breytingastjórnun hjá stofnunum ríkisins. Áhersla er lögð á þá breytingastjórnun sem framkvæmd er við sameiningar stofnana.
  Ætlunin er að komast að því hvort að ríkisstofnanir séu að nota aðferðir breytingastjórnunar við sameiningar og til þess að leggja mat á það er stuðst við átta skrefa kenningu John P.
  Kotter (Kotter, 1996). Þær sameiningar sem á að skoða eru sameining heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis yfir í velferðarráðuneyti Íslands, sameining dóms- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis yfir í innanríkisráðuneyti Íslands, sameining Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættis og svo að lokum sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík.
  Niðurstöður athugunar á sameiningum ríkisstofnana eru þær að við undirbúning að sameiningu ráðuneyta hafi yfirleitt verið unnið skipulega með breytingastjórnun. Við sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis var ráðinn sérfræðingur í breytingastjórnun til þess að vinna að undirbúningi sameiningar. Einnig voru haldnir fundir í velferðarráðuneytinu sem og í nýja landlæknisembættinu fyrir lykilstarfsmenn sameiningar og almennt starfsfólk, þar sem farið var yfir ákveðin atriði sem hjálpa til við að fyrirbyggja að sameining mistakist. Í þeim tilfellum var meðal annars stuðst við kenningar John P. Kotter. Aftur á móti við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík var greinilegt að ekki var verið að nýta breytingarstjórnunarfræðin. Sem dæmi má nefna að það vantaði heildstæða framtíðarsýn og stefnu á Landspítala-Háskólasjúkrahús og kom það fram bæði í skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem og í skýrslu landlæknisembættis frá því í nóvember 2002, í miðri
  sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð.
Samþykkt: 
 • 10.10.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_Kristin_Danielsdottir_2703724309.pdf260.73 kBLokaðurHeildartextiPDF