is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10225

Titill: 
 • Viðvera aðstandenda við endurlífgun. Fræðileg úttekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðvera aðstandenda við endurlífgun hefur um langt skeið verið álitamál, sem hefur fengið aukna athygli síðustu þrjá áratugi meðal heilbrigðisstarfsfólks. Aðstandendur geta þurft að upplifa að einhver nákominn þeim þurfi á endurlífgun að halda og þá er álitamál hvort aðstandendur eiga að fá að vera viðstaddir endurlífgunina.
  Tilgangur með þessari fræðilegu úttekt er að varpa ljósi á áhrif viðveru aðstandenda við endurlífgun út frá viðhorfi og reynslu: a) aðstandenda, b) heilbrigðisstarfsfólks og c) sjúklinga. Jafnframt er skoðað hvernig hægt sé að bæta hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra við endurlífgun.
  Megin niðurstöður þessarar fræðilegu úttektar eru að sjúklingar og aðstandendur hafa jákvæða reynslu og viðhorf gagnvart viðveru aðstandenda við endurlífgun. Hinsvegar eru skiptar skoðanir meðal heilbrigðisstarfsfólks. Eftir því sem það hefur meiri þekkingu og reynslu af viðveru aðstandenda við endurlífgun, því jákvæðara er viðhorf þeirra. Samtök bráða-hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum (Emergency Nurses Association) og fleiri samtök hafa gefið út leiðbeiningar um viðveru aðstandenda við endulífgun. Þörf er á útbreiðslu slíkra leiðbeininga og fræðslu um ávinning viðveru aðstandenda við endurlífgun til þess að efla skilning og bæta gæði meðferðar sjúklinga og fjölskyldu þeirra við endurlífgun á faglegan hátt.
  Lykilorð: Viðvera aðstandenda, endurlífgun, reynsla, viðhorf, fullorðnir.

 • Útdráttur er á ensku

  Family presence during resuscitation has been for the past three decades a contentious and sensitive issue among health care professionals and received increased attention. Families may have experienced that someone close to them required resuscitation. The main matter of opinion is whether families should be allowed to be present during resuscitation.
  The purpose of this theoretical thesis is to illuminate the effect of family presence at resuscitation based on attitude and experience of a) family, b) health care professionals, and c) patients. It will be contemplated how it can improve the care of patients and their families during resuscitation.
  The main findings of this theoretical thesis shows that patients and their families have positive attitudes and experience towards family presence at resuscitation. However, there are differences of opinion among the health care professionals, but the more experience and knowledge they have of the family presence during resuscitation, the more positive attitude they have. Professional organizations such as Emergency Nurses Association in the United States have issued guidelines and policies of the family presence during resuscitation, but written policy and guidelines need to be introduced more to health care professionals. Introducing this topic to health care professionals as a part of resuscitation training will help challenge and resolve practitioner´s concerns and objections. Therefore it will increase understanding and improve the quality of patients and family nursing care.

Samþykkt: 
 • 14.10.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agnes_lokaverkefni lok.pdf300.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna