en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10238

Title: 
  • Title is in Icelandic „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja.“ Grunnlínurannsókn á CSR umræðu í íslenskum fjölmiðlum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Corporate Social Responsibility (CSR), eða „samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“, er regnhlífarhugtak sem ætlað er að ná yfir lýsandi og vísandi umræðu um efnahagslega, lagalega, siðferðilega, samfélagslega og umhverfislega ábyrgð fyrirtækja. Markmið þessarar rannsóknar er að veita yfirlit yfir umræðu – eða umræðuleysi – um CSR í íslenskum fjölmiðlum á tíu ára tímabili; frá janúar 1999 til marsloka 2009. Rannsóknarspurningar lúta að grunnskilningi á CSR hugtakinu; aðkomu hagaðila að umræðu; megindlegri þróun hennar; vægi umhverfismála; og loks hugsanlegum áhrifum efnahagsniðursveiflu haustið 2008 á umræðuna. Rýnt er annars vegar í 378 umfjallanir í 17 íslenskum fjölmiðlum og hins vegar í viðtöl við sérfræðinga á sviði CSR, og eru megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir nýttar.
    Rannsóknin leiðir í ljós að hin íslenska útgáfa af CSR er í æ ríkari mæli tengd arðsköpun fyrirtækja. Hinn eldri grunnskilningur, að huga beri að CSR við útdeilingu arðs, er á undanhaldi. CSR orðræða virðist vera næm fyrir ytri aðstæðum. Siðferðisumræða um umhverfismál hefur verið í bakgrunni hennar frá aldamótum. Hin íslenska þýðing CSR hugtaksins leggur hugsanlega bönd á skilning þess sökum áherslu á hinn samfélagslega hluta. Greina mætti betur á milli ábyrgðar í rekstri, málefnastuðnings og siðferðilegrar ábyrgðar fyrirtækja á samfélagi. Loks mætti kanna betur hin undirliggjandi málefni, hugsanleg „tabú“ og orðræðubakslög, sem og raddir eða þagnir einstakra hagaðilahópa.

Accepted: 
  • Oct 25, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10238


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Grunnlinurannsokn_a_samfelagslegri_abyrgd_fyrirtaekja_i_islenskum_fjolmidlum.pdf4.57 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
0. Forsida.pdf22.25 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Vidauki 2.pdf387.91 kBOpenViðaukiPDFView/Open

Note: is Vinsamlegast hafið samband við höfund ef vitna á opinberlega í þessa lokaritgerð.