Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10239
Tilgangur og markmið rannsóknar var þríþætt: Í fyrsta lagi að athuga hvort að hægt sé að finna nemendur sem eiga á hættu að lenda í lestrarörðugleikum strax í desember í 1. bekk grunnskóla. Í öðru lagi að athuga hvort lestrarkennsla með kennsluaðferð Direct Instruction (DI) myndi bæta lestur og lestrarhraða nemenda sem vikju um 1-2 staðalfráviki frá meðaltali í lok 1. bekkjar. Í þriðja lagi að athuga hvort að slíkt inngrip myndi duga nemendum til að nýta sér almenna bekkjarkennslu án frekari stuðnings eða sérkennslu í 2. bekk. Rannsóknin var unnin í samvinnu við einn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og var fylgst með einum árgangi (N = 46) fyrstu tvö skólaárin. Niðurstöður mælinga hraðlestrarprófana í desember í 1. bekk sýndu að enn var óljóst hvaða nemdendur yrðu í lægsta fjórðungi bekkjarárgangs í lestrarhraða að vori. Með því að skoða saman mælingar í desember og febrúar varð nákvæmnin betri. Þegar skoðað var hvaða nemendur voru í lægsta þriðjungi í stað lægsta fjórðungs varð nákvæmin meiri. Flest allir nemendur sem komu lakast út að vori í 1. bekk voru í lægsta þriðjungi bekkjarárgangs í hraðlestrarprófunum í desember eða febrúar sama skólaár. Tilraunasnið margfaldrar grunnlínu var notað til að meta árangur af 48 kennslustunda DI-kennslu hjá fimm af sjö nemendum sem fengu boð um kennslu. Mælanlegar framfarir voru hjá öllum fimm og batnaði frammistaða þeirra í lestri jafnmikið eða meira en sem svarar aukningu þeirra á einu skólaári í 1. bekk. Þátttakendur hafa ekki þurft á sérkennslu að halda í 2. bekk og ekki fyrirsjáanleg þörf í 3. bekk. Frávik þeirra sem ekki þáðu boð um þátttöku jókst eftir því sem leið á skólaár í 2. bekk þrátt fyrir hefðbundna sérkennslu og verða áfram í þörf fyrir sérkennslu í 3. bekk. Sá árangur sem mældist með margföldu grunnlínusniði sýnir að DI-kennsla er öflugt tæki til að bæta lestrarkunnáttu nemenda sem í lok 1. bekkjar virtust geta átt á hættu að lenda í lestrarörðugleikum.
The purpose and aim of this study was threefold: To find out if it is possible to find students who are struggling or at risk of reading difficulties as early as in Desember of first grade. To find out if Direct Instruction teaching (DI) can improve reading and reading fluency for students that in the end of first grade are about 1-2 standard deviations below average reading skills of other classmates. Finally, to find out if such intervention is enough for these students to be able to make better use of ordinary class instruction without support or special education in second grade. The study took place in one elementary school in Reykjavik. Students that started in first grade (N = 46) were tracked through first and second grades. Results of reading achievement tests in December in first grade showed that it was still unclear which students in the end were in the lowest quarter in reading achievement tests in the spring. By including test results in December and February the accuracy improved. It improved even further by looking at the lowest third instead of the lowest quarter. In the lowest third in December or February were most of the students that had the poorest performance in the spring. A multiple baseline design was used to measure the effects of 48 DI lessons for five of seven students that were invited to participate. Progress in reading was mesurable for all those five who participated at least as much as their progress was in first grade the year before. In second grade (after the intervention) they did not need special education and will not need it either in third grade. However, deviation for those two students who were monitored but did not participate in the DI lessons was grater in second grade than it was in first grade. Moreover, they had to attend special education lessons in second grade and will be in need for them also in third grade. The study showed that Direct Instruction teaching is a powerful tool to improve reading for the Icelandic students who participated, who in the end of first grade were clearly struggling or at risk for reading difficulties.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásta Harðar.pdf | 5.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |