Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10256
Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Ýmis meðferðarúrræði eru í boði en þar má helst nefna skurðaðgerð, geislameðferð og hormónameðferð. Andleg vanlíðan er aukin hjá þessum hópi manna en sumum líður verr en öðrum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort mönnum sem fannst þeir ekki geta rætt tilfinningar sinar varðandi blöðruhálskirtils-krabbameinið vegna hamla frá umhverfi liði verr en þeir sem ekki upplifðu þessar hömlur. Enn fremur var kannað hvort tengsl milli hamla frá umhverfi og vanlíðanar væru tilkomin vegna forðunar hugsana tengdum krabbameininu. 71 þátttakandi tók þátt í rannsókninni, allt karlmenn nýgreindir með krabbamein í blöðruhálskirtli. Spurningalistar voru lagðir fyrir og studdu niðurstöður tilgátur okkar. Marktæk tengsl fundust milli félagslegra hamla og vanlíðanar; félagslegra hamla og forðunar; og forðunar og vanlíðanar. Enn fremur hurfu tengsl milli hamla og vanlíðanar þegar leiðrétt var fyrir forðun. Rannsóknin er sú fyrsta sem kannar andlegt ástand nýgreindra manna með blöðruhálskirtilskrabbamein og geta niðurstöður verið leiðbeinandi við þróun sálfræðimeðferða fyrir þennan hóp.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-pdf.pdf | 573,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |