is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10265

Titill: 
  • Textílmennt kennd í lotukerfi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var lotukerfi í list- og verkgreinum í grunn-skólum á Íslandi. Tilgangurinn var að skoða umfang lotukerfisins og hvaða forsendur lágu að baki þegar kerfið var tekið upp. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða kosti og galla þess að kenna námsgreinina textílmennt í lotum ásamt því að skoða stöðu hennar í lotukerfi grunn-skólanna.
    Þátttakendur rannsóknarinnar voru 66 skólastjórnendur í skólum sem kenna list- og verkgreinar í lotum og textílkennarar í sömu skólum. Gagna-söfnun hófst í apríl 2011 og lauk í júní. Skólastjórnendur svöruðu stuttri spurningakönnun í síma en textílkennurum var boðið að svara lengri rafrænni spurningakönnun og svöruðu 47 kennarar könnuninni. Nánari viðtöl voru tekin við þrjá textílkennara.
    Rannsóknin leiðir í ljós að tæplega 40% grunnskóla á Íslandi kenna list- og verkgreinar að einhverju leyti í lotum. Niðurstöður gefa til kynna að lotukerfið hafi verið að þróast jafnt og þétt innan grunnskólanna frá því um síðustu aldamót og flestir skólar hafa tekið það upp til þess að þróa nýbreytni í skólastarfi ásamt því að skapa rými fyrir fleiri námsgreinar.
    Almenn ánægja ríkir með lotukerfið og kostir þess virðast hafa mun meira vægi en ókostir. Meginniðurstöður eru þær að kerfið býður upp á skilvirkara og fjölbreyttara nám, bæði í textílmennt og öðrum greinum innan þess. Nemendur kennarar og skólastjórnendur virðast ánægðir með kerfið. Þrátt fyrir almenna ánægju þurfa textílkennarar að standa vörð um kennslugrein sína og vera á varðbergi gagnvart miklu álagi og of stórum nemendahópum auk þess að gæta þess að nemendur fái þann fjölda kennslustunda sem námskrá segir til um.
    Niðurstöður má túlka þannig að lotukerfi í list- og verkgreinum sé áhugaverð nýbreytni í skólastarfi og að það sé komið til að vera. Náms-greinin textílmennt virðist hafa nokkurn meðbyr um þessar mundir og flestir textílkennarar telja hana vera bæði listgrein og verkgrein.

Samþykkt: 
  • 3.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Arngunnnur.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna