is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10266

Titill: 
 • Tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í unglingum : HLíF-heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla
 • Titill er á ensku The association of body composition and aerobic fitness with CRP among teenagers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • CRP (C-virkt prótein) er lágs-stigs (e. low-grade) bólgumiðill notaður til að meta áhættu á sjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Holdafar og þrek hafa bæði verið tengd við CRP hjá öllum aldurshópum en tengslin eru óljós og rannsóknum ber ekki saman um hvor þátturinn er mikilvægari til fyrirbyggingar á lífsstílssjúkdómum.
  Markmið rannsóknar var að kanna tengsl holdafars og þreks við CRP-gildi í átján ára unglingum í framhaldsskóla og undirmarkmið var að athuga hvor þátturinn, holdafar eða þrek, væri mikilvægari í tengingu við CRP. Hæð, þyngd og mittisummál 245 unglinga var mælt og líkamsþyngdarstuðull (BMI = kg/m2) reiknaður út. DXA (tvíorku röntgengeislagleypni) mæling var gerð til að meta bæði heildar- og hlutalíkamssamsetningu. Þol var metið með prófi á hámarkssúrefnisupptöku (VO2max) á hlaupabretti og tekin var blóðprufa úr unglingunum til að meta CRP-gildi þeirra sem gefur til kynna áhættu á sjúkdómum síðar á lífsleiðinni.
  CRP tengdist öllum holdafarsbreytunum (r = 0,24-0,33; öll með P < 0,001) og þreki (r = -0,29, P < 0,001) þar sem kviðfita og hlutfall líkamsfitu (%) voru sterkustu spágildin fyrir CRP (r = 0,31-0,33, P < 0,001). Þeir unglingar sem flokkuðust með lágt þrek/ofþyngd þegar hlutfall líkamsfitu var notuð til að skipta þátttakendum í holdafarsflokka voru með marktækt hærra CRP en báðir hóparnir með hátt þrek (hátt þrek/kjörþyngd, P < 0,001; hátt þrek/ofþyngd, P = 0,004). Einnig var marktækur munur á milli þeirra sem röðuðust í hópinn hátt þrek/ofþyngd og hátt þrek/kjörþyngd (P = 0,021). Unglingar í hópnum hátt þrek/kjörþyngd voru með marktækt lægra CRP-gildi (lágt þrek/kjörþyngd, P = 0,017; hátt þrek/ofþyngd, P = 0,006; lágt þrek/ofþyngd, P < 0,001) þegar BMI var notað til að skipta þátttakendum í holdafarsflokka.
  Bæði holdafar og þrek tengjast CRP en holdafarið hefur sterkari tengsl en þrekið hjá unglingum þó svo að þrekið hafi einnig nokkuð sterk tengsl. Sennilega er því blanda af hvoru tveggja (lág fita, hátt þrek) árangursríkust til að minnka líkurnar á lífsstílssjúkdómum síðar á ævinni.

 • Útdráttur er á ensku

  C-reactive protein (CRP) is a marker of low-grade inflammation, which appears to be a strong predictor of future disease. Adiposity and cardiorespiratory fitness have both been associated with CRP in every age group, but studies disagree on which factor is more important to prevent lifestyle-related diseases.
  The purpose of this study was to examine the relative impact of adiposity and cardiorespiratory fitness (CRF) on CRP in eighteen year-old teenagers in high school. A secondary purpose was to examine which factor, adiposity or CRF, would be more important in association with CRP. Height, weight and waist circumference of 245 teenagers were assessed and body mass index (BMI = kg/m2) calculated. DXA (dual energy X-ray absorptiometry) was used to measure body composition; bone mass, fat mass and fat-free mass. CFR was assessed via maximal oxygen uptake (VO2max) test on a treadmill and a blood test was taken to evaluate their CRP for disease risk later in life.
  CRP was correlated to all fatness measures (r = 0.24-0.33; all with P < 0.001) and fitness (r = -0.29, P < 0.001) where android fat and percent fat were the strongest predictors of CRP (r = 0.31-0.33, P < 0.001). The teenagers who were classified in the low fitness/high fatness group, when percent fat was used to group participants based on fatness, had significantly higher CRP, than both groups with high fitness (high fitness/low fatness, P < 0.001; high fitness/high fatness, P = 0.004). The difference between high fitness/high fatness and high fitness/low fatness groups was also significant (P = 0.021). The teenagers in the high fitness/low fatness group had significantly lower CRP (low fitness/low fatness, P = 0.017; high fitness/high fatness, P = 0.006; low fitness/high fatness, P < 0.001) when BMI was used to group participants based on fatness.
  The main result is that adiposity and CRF are both associated with CRP but adiposity had a stronger relation than CRF among teenagers although the latter also appears to be a relatively strong predictor. Mixture of both (low fat, high CRF) is probably most effective in reducing the possibility of diseases later in life.

Styrktaraðili: 
 • Íþróttasjóður Menntamálaráðuneytis, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóður Kennaraháskóla Íslands, Íslensk getspá og World Class.
Samþykkt: 
 • 3.11.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdf4.lokalok.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna