is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10267

Titill: 
  • Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa orðið á störfum skólastjóra hérlendis síðustu ár. Ég hef unnið innan íslenska grunnskólakerfisins undanfarana áratugi og upplifað þessar breytingar á eigin skinni. Miklar og fjölbreyttar kröfur eru gerðar til skólastjóra af öllum aðilum innan skólasamfélagsins og hann þarf að vera mörgum kostum búinn til að sinna starfinu svo vel sé. Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem gengur út á að leiðtoginn sé þjónn samstarfsfólks síns, sé hvetjandi, styðjandi og efli það til að verða sjálft þjónandi leiðtogar. Hinn þjónandi leiðtogi spyr spurninga á við: ,,Hvers þarfnast fólk? Hvernig get ég og stofnun mín komið til móts við þarfir þess?" Þannig leitast hann ætíð við að greina og mæta þörfum annarra til að stofnunin eða fyrirtækið nái sem bestum árangri. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort grunnskólastjórar beiti þjónandi forystustíl við stjórnun og hvort tengsl séu við starfsánægju starfsfólks skólanna. Rannsóknin er megindleg og var allt starfsfólk grunnskóla á Norurlandi eystra (n=862) beðið um að taka þátt með því að svara spurningalista sem var lagður fyrir í skólunum og var svarhlutfall 46%. Mælitækið, The Servant-Leadership Inventory, er hollenskt að uppruna og hefur verið notað tvisvar áður hérlendis og reyndist það vera bæði réttmætt og áreiðanlegt. Helstu niðurstöður voru að vel má greina þjónandi forystu í stjórnun skáolstjóra og komu þættirnir ráðsmennska og ábyrgð sterkast fram. Skólastjórarnir mega hins vegar sýna meira hugrekki að mati þátttakenda. Starfsánægja mælist mjög mikil meðal þátttakenda eða 95% og sterk, marktæk tengsl komu fram á milli þjónandi forystu stjórnenda og starfsánægju starfsfólks. Allir undirþættir þjónandi forystu sýndu marktæka fylgni við starfsánægju nema þátturinn hugrekki. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að stjórnun skólastjóra á Norðurlandi eystra beri sterk einkenni þjónandi forystustíls sem stuðlar að vellíðan og árangri allra í skólasamfélaginu.

Samþykkt: 
  • 8.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna