is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10269

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð : stærðfræðifærni sex ára barna, mat og íhlutun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta verk er fræðileg ritgerð sem byggð er á rannsóknum og skrifum erlendra fræðimanna. Viðfangsefnið er að setja fram hugmynd að matstæki sem bekkjarkennarar geta notað til að meta talna- og aðgerðaskilning barna við upphaf grunnskólagöngu. Markmiðið er að vekja sem flesta til vitundar um mikilvægi þess stærðfræðináms sem fram fer á meðan börn eru ung og um nauðsyn þess að bregðast sem fyrst við slökum talna- og aðgerðaskilningi. Kenningar um hugsmíði og stærðfræðikennslu byggða á skilningi barna, rannsóknir á þróun talna- og aðgerðaskilnings, birtingarmyndir stærðfræðiörðugleika, stöðumat og íhlutun mynda fræðilegt sjónarhorn verksins. Það byggir einnig á athugunum á erlendum matstækjum sem þróuð hafa verið. Rannsóknarspurningarnar sem leitast er við að svara eru:
    • Hvaða færni í meðferð talna og reikniaðgerða má vænta að börn búi yfir þegar þau hefja nám í grunnskóla?
    • Hvernig er hægt að leggja mat á talna- og aðgerðaskilning barna við upphaf grunnskólagöngu?
    • Hvers konar íhlutun sýna rannsóknir að sé árangursrík í byrjendakennslu svo að hámarka megi árangur þeirra sem búa yfir lítilli færni í stærðfræði?
    Niðurstaðan er að erfitt sé að gefa aldurstengd viðmið um færni barna í að fást við tölur og reikniaðgerðir. Þó má gera ráð fyrir því að almennt ráði börn við að vinna með tölur upp í tíu þegar þau byrja í grunnskóla en ganga verður út frá því að mikill munur sé á færni barnanna. Það er einnig niðurstaðan að ástralskt matstæki, Mathematics Recovery Programme, henti vel til að meta talna- og aðgerðaskilning sex ára barna. Markviss, tímabundin en stöðug íhlutun byggð á niðurstöðu mats sem gert var með þremur þeirra matstækja sem skoðuð voru reyndist í öllum tilvikum skila góðum árangri, þeirra á meðal var Mathematics Recovery Programme. Að efla talna-og aðgerðaskilning leikskólabarna á markvissan hátt er líkleg leið til bætts árangurs, einkum þeirra sem hafa lítinn skilning á tölum og reikniaðgerðum.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í sérkennslufræði
Samþykkt: 
  • 8.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dóróþea Reimarsdóttir-M.Ed. ritgerð.pdf919.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna