is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10270

Titill: 
 • "Ég bara þekki ekki aðra leið til að kenna stafsetningu en svona" : tilviksrannsókn á kennsluháttum í stafsetningu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að veita innsýn í hvernig stafsetning er kennd á miðstigi grunnskóla á Íslandi og bera saman við árangur. Athuguð var kennsla sjö kennara í einum skóla sem kenna 4. til 7. bekk. Allir eru þeir með tiltölulega nýtt kennarapróf, sex ára eða yngra.
  Viðmið rannsóknarinnar eru kenningar um málþroska og töku læsis, og töku stafsetningar sérstaklega. Samkvæmt þeim má greina undirstöðuþætti stafsetningar í málvitundinni í fjóra þætti: Hljóðkerfisvitund, ritháttarvitund, orðhlutavitund, og setningavitund, sem þroskast í ákveðinni röð í innbyrðis samhengi.
  Kannað var að hvort kennslan miðaðist við að þjálfa eða styrkja þessa undirstöðuþætti, og þá hvernig.
  Rannsóknin var eigindleg tilviksathugun. Þátttakendur voru sjö kennarar sem kenndu stafsetningu á miðstigi. Gagnaöflun var í formi hálfstaðlaðra viðtala, vettvangsathugana og stafsetningarkönnunar sem lögð var fyrir alla nemendur á miðstigi, að hausti og vori. Þá voru ýmiss gögn á vettvangi skoðuð.
  Athugað var hvaða námsefni kennarar notuðu, hvernig þeir notuðu það, hvernig þeir höguðu kennslunni og mátu árangur. Aflað var upplýsinga um sérhæfingu í kennaranámi hvernig þeir hefðu verið búnir undir að kenna stafsetningu í grunnskóla og hvernig þeir mætu eigin færni.
  Niðurstöður sýna að bókin Stafsetning, sem fyrst kom út 1959, er grunnbók í öllum árgöngum, beint eða óbeint. Kennsluaðferðir taka mið af þeirri bók, það er að kenna reglur og þjálfa þær með eyðufyllingum, og að þær aðferðir eru yfirfærðar á notkun nýrra efnis, jafnvel þótt í því efni séu leiðbeiningar um aðra kennsluhætti.
  Undirstöðuþættir í töku stafsetningar voru hvergi þjálfaðir markvisst og ekki tekið mið af mismunandi getu einstaklinga eða stafsetningarþroska.
  Kennarar voru sáttir við þessar aðferðir og þekktu ekki annað. Þeir töldu að þeir væru sjálfir færir um að kenna stafsetningu og að kennslan bæri árangur.
  Niðurstöður úr könnunarprófi sýndu litlar framfarir og jafnvel afturför milli fyrirlagna og voru ekki í samræmi við hugmyndir þátttakenda um árangur nemenda. Þá var lítill munur á árangri milli árganga.

Samþykkt: 
 • 9.11.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Drífa_Gunnarsdóttir_M.Ed.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna