is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10271

Titill: 
  • Efnahagshrunið og skólastarf á Hornafirði : upplifun stjórnenda
  • Titill er á ensku The economic crisis and the effect on education in Hornafjordur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 hefur haft víðtæk áhrif á íslenskt samfélag. Sveitarfélög á Íslandi hafa verið misjafnlega vel í stakk búin að takast á við afleiðingar hrunsins. Sum sveitarfélög hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir er varða rekstur skóla. Ríkið hefur einnig þurft að draga úr umsvifum sínum. Áhugavert var því að kanna hvaða áhrif efnahagshrunið hefur á allt skólastarf í einu sveitarfélagi, Hornafirði. Rannsóknarspurningar mínar eru: Hvernig breyttist lærdómsmenning og nýsköpun í skólum á Hornafirði við efnahagshrunið 2008? Hvaða áhrif hefur efnahagshrunið haft á skólastarf á Hornafirði? Hafa áhrifin komið jafnt við konur og karla? Er um kreppu að ræða, þá hverskonar og brugðust stjórnendur við á æskilegan hátt? Meginrannsóknaraðferðin er eigindleg, tekin voru viðtöl við alla skólastjóra og yfirmann fræðslumála á Hornafirði, alls 8 manns. Einnig eru skoðaðar upplýsingar er varða launakostnað og rekstur skólanna áranna 2003/2004 og 2007-2011. Nemendafjöldi, stöðugildi kennara og annarra starfsmanna skoðuð og upplýsingar um kynjahlutfall á hverju skólastigi fyrir sig. Niðurstaðan bendir til þess að aðhalds hafi verið gætt í öllu skólastarfi í sveitarfélaginu í allmörg ár. Frá árinu 2010 hefur enn frekar þurft að gæta aðhalds í leik- og tónskólanum, niðurskurður er á fjármagni til grunnskólans og útgjöld ríkisins til framhaldsskólans og Þekkingarnets Austurlands hafi dregist saman. Hlúð er að lærdómsmenningu innan allra skólanna og er hún mikilvægur þáttur í starfsemi þeirra. Aðrir þættir en efnahagshrunið hafa frekar orðið til þess að nýsköpun hefur átt sér stað í skólunum eins og t.d. ný framhaldsskólalög og sameining grunnskólans á Hornafirði undir einn hatt. Stjórnendur hafa kappkostað að láta efnahagshrunið koma sem minnst við nemendur en dregið hefur verið úr yfirvinnu starfsmanna og endurmenntun. Samkvæmt rannsóknum á kreppu í skólum hafa stjórnendur brugðist við á réttan hátt en þeir hafa í tæka tíð náð að aðlaga skólana að breyttum aðstæðum. Einnig er vert að leggja áherslu á að sveitarfélagið Hornafjörður hefur ekki orðið illa úti í efnahagshruninu, en mestu áhrifanna gætir hjá þeim skólum sem eru reknir af ríkinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The economic crisis in Iceland in the autumn of 2008 has affected the Icelandic community in many ways. Not all municipalities have been able to meet the consequences of the economic collapse without problems and some have had to make difficult decisions regarding the operating of their schools. The state also had to cut back its operations, so it is interesting to see the effects of the economic crisis on the schools in the municipality of Hornafjörður. My research questions are as follows: How did the educational culture and innovation in the schools in Hornafjörður change following the economic crisis of 2008? What effect has the economic crisis had on education in Hornafjörður? Has it affected women and men equally? Is there a crisis? If so what kind of crisis and did the managers respond in acceptable ways? The main research method is qualitative, the directors of 8 educational institutions in Hornafjörður were interviewed. In addition the operational finances for the years of 2003/2004 and 2007-2011 regarding labor costs and the operational costs of the schools were analysed. Furthermore I look into the number of students, teacher positions and the positions of other staff as well as gender division of faculity at each level of schooling. The conclusion is that financial restraint has been in effect for several years regarding the educational institutions in the municipality. But since 2010 there has been further need for budgeting and state funding for the upper secondary school has decreased, as well as for the Lifelong learning center. The educational culture within all schools has been nurtured and is an important part of their activities. Other aspects than the economic collapse have contributed to more innovation within the schools, e.g. new upper-secondary shool law and the merging of all elementary schools within the municipality. Directors strive to let the economic crisis have the least possible effect on the students themselves, but have reduced teachers overtime and continuing education. According to research on crisis in the education sector the directors or school heads have responded in the right way because they have in time adjusted to the changes in the education environment. The municipality of Hornafjörður has not been badly hit by the crisis so the greatest effect are felt by the schools financed by the state.

Samþykkt: 
  • 9.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnahagshrunið og skólastarf á Hornafirði -upplifun stjórnenda.pdf606.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna