is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10272

Titill: 
  • "Allt sem þú þorir ekki að tala um verða fordómar seinna meir" : rýnt í hlutverk leikskólakennara með fjölbreyttum barnahópi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hlutverk leikskólakennara í leikskólum með hátt hlutfall barna af erlendum uppruna. Byggt er á hugmyndafræði gagnrýninnar fjölmenningarhyggju (e. critical multiculturalism) sem leggur áherslu á mikilvægi þess að jafna tækifæri allra barna til náms. Til þess að svo megi verða þarf að skoða leikskólastarfið í heild sinni en ekki eingöngu afmarkaða þætti þess. Leitast er við að greina frá núverandi þekkingu á sviðinu og sagt frá erlendum og innlendum rannsóknum. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem fram fór í þremur leikskólum. Þátttakendur voru deildarstjórar elstu deildanna en tekin voru viðtöl við þá og fylgst með starfi þeirra. Markmiðið var að öðlast skilning á því hvernig deildarstjórarnir sjá og framkvæma hlutverk sitt í vinnu með börnum af erlendum uppruna og skipuleggja námsumhverfi þeirra.
    Helstu niðurstöður benda til þess að væntingar og viðhorf þátttakenda til barna og foreldra af erlendum uppruna, sé almennt jákvætt og metnaður þeirra fyrir því að sinna vel þörfum barna af erlendum uppruna kom greinilega í ljós. Þátttakendur töldu mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við börn og foreldra og voru lausnarmiðaðir þegar kom að því að efla samskipti við þá sem ekki töluðu íslensku. Leikskólakennararnir virtust hafa talsverða þekkingu á mikilvægi þess að kenna íslensku í gegnum daglegt starf leikskólans en aðferðir til þess að kenna málið breyttust lítið þó að börnunum færi fram. Misjafnt var hversu mikið var unnið með menningu barnanna og bakgrunn og hversu mikil áhrif það hafði á leikskólastarfið, auk þess sem ólíkt skipulag og umgjörð leikskólastarfsins hafði áhrif á þátttöku barnanna. Þá benda niðurstöður til þess að starfsfólk af erlendum uppruna hafi ekki síður áhrif á viðhorf, samskipti og sýn leikskólakennaranna en börn og foreldrar af erlendum uppruna en reynsla af samstarfi í fjölbreyttum starfsmannahóp hafði jákvæð áhrif á þróun fjölmenningarlegs leikskólastarfs.

Samþykkt: 
  • 9.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fríða B. Jónsdóttir M.Ed. ritgerð.pdf487.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna