is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10275

Titill: 
  • „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“ : áhrif einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana á truflandi hegðun og námsástundun nemenda með hegðunarerfiðleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Virknimat getur gagnast við gerð árangursríkra einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif stuðningsáætlana, byggðra á virknimati, á hegðun með það markmið að draga úr truflandi hegðun og auka námsástundun. Virknimat var gert á hegðun fjögurra nemenda og íhlutun var síðan ákveðin með hliðsjón af því. Þrír þátttakendur höfðu verið greindir með ADHD, þar af tveir að auki með greiningu um mótþróaþrjóskuröskun og annar þeirra með viðbótargreiningu um ódæmigerða einhverfu. Einn þátttakenda var með viðbótargreiningu um almenna kvíðaröskun og Tourette. Einn þátttakandi beið greiningar á rannsóknartíma. Þátttakendur voru í 2. og 3. bekk í tveimur skólum. Kennarar þeirra, sérkennari og sérfræðingur í atferlisgreiningu hönnuðu stuðningsáætlanirnar með hliðsjón af niðurstöðum virknimats og kennarar fylgdu síðan áætlunum undir handleiðslu sérkennarans. Stuðningsáætlanir fólu í sér breytingar á aðdraganda og bakgrunnsáhrifavöldum, kennslu viðeigandi hegðunar og kerfisbundna styrkingu á viðeigandi hegðun. Fjórar til sjö ólíkar útgáfur hvatningarkerfa með stigvaxandi kröfum voru gerðar fyrir hvern þátttakanda. Hvatningarkerfin voru notuð í 6 til 13 vikur þar sem kröfur til nemanda voru smám saman auknar til að auka úthald og sjálfstæða færni. Námsástundun og truflandi hegðun voru metin með endurteknum beinum áhorfsmælingum í námsaðstæðum sem reynst höfðu þátttakendum einna erfiðastar. Einliðasnið með vendisniði og margföldum grunnlínum yfir þátttakendur var notað til að meta tengsl milli stuðningsáætlana og námsástundunar og truflandi hegðunar þátttakenda. Niðurstöður sýna að námsástundun jókst að meðaltali úr 56% á grunnlínu (A) í 86% meðan á íhlutun (B) stóð og tíðni truflandi hegðunar dróst saman úr 24 skiptum að meðaltali á 20 mínútna áhorfsbili niður í 7 skipti að meðaltali á 20 mínútna áhorfsbili meðan á íhlutun stóð. Niðurstöður benda til að hægt sé að draga úr langvarandi hegðunarerfiðleikum nemenda með stuðningsáætlunum sem byggja á virknimati og virkri þátttöku nemenda og kennara.

Athugasemdir: 
  • Efnisorð: virknimat, einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun, hvatningarkerfi, hegðunarerfiðleikar, hegðunarvandi.
Samþykkt: 
  • 9.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GBR_ritgerd_skil.pdf2.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna