is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10277

Titill: 
 • Segðu mér og ég gleymi, sýndu mér og ég man, láttu mig gera og ég kann : námsstíll nemenda og kennsluaðferðir fyrir fræðslu hjá Statoil
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í verkefni þessu er gerð grein fyrir námsaðferðum fullorðinna, módelum um námsstíla og hvernig reynslan hefur áhrif á nám. Út frá þeim þáttum er skoðað hvað kenningar um námsstíla og reynslunám geta sagt okkur um skipulag og framkvæmd námskeiða fyrir starfsfólk fyrirtækja.
  Ég fór í vettvangsheimsókn og valdi úrtak úr hópi starfsmanna í olíufyrirtæki. Markmiðið var að greina námsstíl nemenda og skoða hvernig fyrri reynsla hefði áhrif á nám þeirra. Á vormánuðum 2011 voru tekin viðtöl og nemendur tóku þátt í könnun á vefsíðunni „Learning styles network“ til að komast að því hvaða námsstíll hentaði þeim best. Viðmælendur voru nemendur og kennari á öryggisnámskeiði hjá Statoil en námskeiðið er skyldunámskeið fyrir starfsmenn sem vinna á borpöllum. Leitast var við að fá góða mynd af þeim kennsluaðferðum sem notaðar voru á námskeiðinu, skoðunum nemenda á þeim aðferðum og hvað þeim fannst um kennsluaðferðirnar miðað við þeirra eigin námsstíl. Þá var horft til þess hvað niðurstöðurnar geta sagt okkur um skipulag á námskeiðum hjá fyrirtækjum með tilliti til kennsluaðferða.
  Helstu niðurstöður eru þær að nemendur vilja fjölbreyttari kennsluaðferðir en þær sem nú tíðkast. Þeir vilja að umhverfið sé aðlagað að námsstíl þeirra, t.d. með öðruvísi kennslustofum en hinum hefðbundnu. Þeir kjósa að læra það sem þeir hafa áhuga á og vilja fá að nýta reynslu sína við námið og miðla henni ásamt því að tala saman um efnið. Þeir óska eftir því að fá að snerta, reyna sjálfir og upplifa viðfangsefnið við raunverulegar aðstæður.

 • Útdráttur er á ensku

  This research project explores adult learning methods, learning style models and how experience affects study. Based on these elements, it is examined how theories of learning styles can inform the organisation and execution of courses for company staff members.
  Field visit were used for research and I selected a samplegroup from the staff in a oilcompany, for the analysis of the students’learning style and how previous experience affected their study. Interviews were carried out in spring of 2011 and students were asked to complete a survey on the website www.learningstyles.net to discover what learning style best suited them. The informants were students and a teacher on a safety course at Statiol, the course being compulsory for all members of staff working on the oil rigs. The aim was to paint a clear picture of the methods used during the course, the students‘ views on these methods and what they feel is appropriate for their learning style. The results are then used to inform us on course organisation within companies, taking different teaching methods into account.
  The findings indicate that students prefer a variety of teaching methods. They want to adapt the environment to their learning style, for instance with different classroom layouts from what is traditionally used, they want to learn topics they are interested in and they want to draw on their own experiences, communicate them to fellow learners, and have discussions about the subject. They want to touch and try for themselves and experience the subject matter in real life situations.

Samþykkt: 
 • 10.11.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helena Runarsdottir M.Ed.pdf844.35 kBLokaðurHeildartextiPDF