en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10280

Title: 
 • Title is in Icelandic „Aðstoðarleikskólastjórastaðan gefur manni færi á að vinna með börnum en minnka aðeins viðveruna inni á deild“ : viðhorf aðstoðarleikskólastjóra til starfs síns
Submitted: 
 • October 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur þessarar rannsóknar var að leita svara við spurningunni: Hver eru viðhorf aðstoðarleikskólastjóra til starfs síns? Markmiðið var að öðlast skilning á reynslu og viðhorfum aðstoðarleikskólastjóra á því hvaða kostir og gallar fylgja starfinu, hvað eflir og hvetur aðstoðarleikskólastjóra í starfi og hvaða hugmyndir þeir hafa um frama í leikskólaumhverfi. Einnig var kannað hvernig aðstoðarleikskólastjórar bregðast við þeirri stöðu að þurfa að gegna fleiri en einu hlutverki á vinnustað og hvaða áhrif sú staða hefur á líðan þeirra og viðhorf. Í rannsókninni var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð og voru tekin hálfopin viðtöl við fjóra aðstoðarleikskólastjóra í tveimur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær, að almennt voru viðmælendur ánægðir í starfi og telja kostina fleiri en ókostina. Mesta ókostinn við starfið álitu viðmælendur vera úrlausn erfiðra mála varðandi starfsmenn. Að útkjá slík mál hafði mikil áhrif á andlega líðan viðmælenda, því ekki er hægt að gera öllum til hæfis og ávallt þarf að gæta þess að markmið og gildi leikskólans séu í heiðri höfð. Viðmælendur töldu sig hafa dregið talsverðan lærdóm af því að takast á við erfið mál og það hafi eflt þá og styrkt í starfi.
  Niðurstöður benda enn fremur til, að viðmælendur hafi fundið fyrir hlutverkatogstreitu þar sem fæstir eru í 100% stjórnunarhlutverki, en stjórnunarhlutfallið ræðst af stærð leikskóla. Þar af leiðandi var meirihluti viðmælenda í fleiri en einu hlutverki innan leikskólans. Í niðurstöðunum kom í ljós að það taldist bæði vera kostur og ókostur. Viðmælendur töldu til ókosta að vera margskiptir í starfi og fannst þeir ekki geta sinnt hlutverkum sínum eins vel og þeir vildu. Viðmælendur lögðu áherslu á mikilvægi þess að standa að faglegri endurmenntun allra sem starfa innan leikskólans og lögðu talsvert á sig til að svo gæti orðið. Meirihluti viðmælenda í rannsókninni hafði ekki áhuga á að fara í stöðu leikskólastjóra, það væri ekki eftirsóknarvert í ljósi þess sem nú er að gerast í leikskólamálum á Íslandi. Þeir létu líka í ljósi áhyggjur af framtíð faglegs starfs í leikskólum, á tímum niðurskurðar og samdráttar. Annað atriði, sem hafði áhrif á ákvörðun þeirra að sækjast ekki eftir leikskólastjórastöðu, var að þá myndu þeir missa tengsl við börnin í leikskólanum.

Accepted: 
 • Nov 10, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10280


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Harpa_aðstoðarleikskólastjóri - skemman.pdf1.02 MBOpenHeildartextiPDFView/Open