is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10282

Titill: 
  • Ungir atvinnuleitendur. Viðhorf þeirra til vinnumarkaðarins, skóla og atvinnuleysis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessu lokaverkefni var að skoða hvernig vinnumarkaðurinn, atvinnuleysið, skólinn og sú ráðgjöf sem þar er í boði snýr að ungu atvinnulausu fólki. Átakið Ungt fólk til athafna er sérstaklega skoðað en það er átaksverkefni sem ætlað er að styrkja stöðu ungra atvinnuleitenda. Ungt fólk er hlutfallslega fjölmennasti hópurinn á atvinnuleysisskránni. Efnahagsþrengingar bitna verst á ungu ómenntuðu fólki en 76% ungra atvinnuleitenda hefur ekki lokið neinni formlegri menntun eftir grunnskóla.
    Tekin voru átta eigindleg viðtöl við unga atvinnuleitendur sem ekki höfðu lokið neinu formlegu námi. Tilgangurinn var að fá þeirra sýn á stöðu mála og fá hugmyndir hvað mætti betur fara.
    Niðurstöðurnar benda meðal annars til þess að skólakerfið sé ekki að koma til móts við stóran hóp ungs fólks. Mikil áhersla á bóknám og lítil áhersla á náms- og starfsfræðslu og ónóg eftirfylgni og ráðgjöf er meðal annars nefnt sem skýring hvers vegna brottfall úr framhaldsskóla er eins hátt og raun ber vitni. Allir þátttakendur vilja auka við færni sína og mennta sig eitthvað meira en vita síður hvert þeir eigi að stefna. Vinnumarkaðurinn gerir sífellt meiri kröfur um menntun, störfum fyrir ófaglærða starfsmenn fækkar stöðugt og því upplifir ungt ómenntað fólk að það hafi lítið val um spennandi störf. Þeim finnst þau sitja eftir þar sem þau hafi litla menntun og starfsreynslu. Þátttakendur bera sig almennt nokkuð vel í atvinnuleysinu en segjast vera orðnir leiðir á ástandinu. Flestir eru sáttir við átakið Ungt fólk til athafna og telja að námskeiðin sem þeir hafa sótt í tengslum við átakið muni styrkja stöðu þeirra. Þátttakendur telja þó að meiri áherslu mætti leggja á starfsþjálfun samhliða því að sækja námskeið.

Samþykkt: 
  • 14.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ungir atvinnuleitendur.pdf844.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna