en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10284

Title: 
  • is Íslensk móðurmálskennsla í Danmörku og Svíþjóð : kennsluhættir, markmið og viðhorf
Submitted: 
  • October 2011
Abstract: 
  • is

    Þessi ritgerð fjallar um eigindlega viðtalsrannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman íslenska móðurmálskennslu í Danmörku og Svíþjóð. Stór hópur íslenskra barna á grunnskólaaldri býr erlendis og rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að viðhalda móðurmálinu. Það hefur áhrif á tileinkun annars máls, nám og þroska einstaklings. Opinber stefna Danmerkur og Svíþjóðar er ólík og því var ákveðið að bera þau lönd saman og sjá hvort ólík stefna hafi áhrif á kennsluna og líklegan árangur hennar. Auk þess verða skoðuð markmið, kennsluhættir, kennslugögn og viðhorf foreldra og kennara til kennslunnar. Viðtöl voru tekin við níu íslenska móðurmálskennara, fimm í Danmörku og fjóra í Svíþjóð. Gagnaöflun fór fram veturinn 2010-2011. Viðtölin voru byggð á viðtalsramma sem var síðan notaður við greiningu þeirra.
    Niðurstöður, sem byggjast á svörum fimm íslenskra móðurmáls¬kennara í Danmörku og fjögurra í Svíþjóð, benda til þess að nokkur munur sé á framkvæmd íslensku móðurmálskennslunnar milli landanna. Móðurmálskennsla tvítyngdra barna í Svíþjóð virðist vera markvissari og þar er meira eftirlit haft með kennurum en í Danmörku þar sem kennarar hafa meira frjálsræði og eru yfirleitt einir á báti. Munur virðist einnig vera á námsmati, heimanámi og þátttöku foreldra en það má að einhverju leyti rekja til stefna stjórnvalda. Viðhorf foreldra, þátttaka þeirra og stuðningur við heimanám barna sinna virðist einmitt skipta máli fyrir námsárangur. Nokkur munur sýnist vera á afstöðu foreldra eftir löndum; foreldrar í Svíþjóð virðast líta kennsluna alvarlegri augum en foreldrarnir í Danmörku. Kennarar í Svíþjóð leggja oft mikla áherslu á heimanám. Sænsk stjórnvöld krefjast færri nemenda til að kennsla verði sett á fót en stjórnvöld í Danmörku.

Accepted: 
  • Nov 15, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10284


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Edda lokaskil Skemmanpdf.pdf868.19 kBOpenHeildartextiPDFView/Open