en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1028

Title: 
 • Title is in Icelandic Matur er ferðamannsins megin : álit erlendra ferðamanna á mat á Íslandi
Degree: 
 • Bachelor's
Authors: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ein af grunnþörfum mannsins er að nærast. Því er matur stór hluti af upplifun ferðamanna er til Íslands koma og því stór hluti af þeirri söluvöru sem ferðaþjónustan hefur fram að færa. Til þess að viðskiptavinir vilji kaupa vöru þarf hún að uppfylla þarfir hans. Því er nauðsynlegt í viðskiptum að þekkja þarfir viðskiptavinarins.
  Eftirfarandi verkefni byggist á rannsókn sem gerð var í þeim tilgangi að fá fram álit erlendra ferðamanna á mat sem í boði er á Íslandi. Til stuðnings við rannsóknina er einnig að finna fræðilegt efni er varðar viðfangsefni rannsóknarinnar.
  Rannsóknin var megindleg og notast var við spurningalista sem unninn var af rannsakenda. Úrtak rannsóknarinnar var valið af handahófi og samanstóð af 100 erlendum ferðamönnum. Rannsakandi lagði spurningalista fyrir í brottfararsal Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þátttakendur fylltu listann út sjálfir. Við tölfræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar var notast við hugbúnaðinn SPSS og töflureiknirinn Excel.
  Nothæfir spurningalistar voru 94% af úrtakinu. Álit erlendra ferðamanna á mat á Íslandi er yfir meðallagi eða 2,55 þegar skalinn er 1-5 og 1 er best. Matur á Íslandi og íslensk framleiðsla stenst líka vel samanburð við önnur lönd. Samræmi er ágætt milli þarfa erlendra ferðamanna og aðgengi á Íslandi hvað varaðar gæði matar. Það er þó ekki nægjanlegt miðað við það sem fræðin mæla með. Ímynd matar á Íslandi er ágæt en möguleikar eru á að bæta hana enn frekar.
  Lykilorð: Ferðaþjónusta, matur, gæði, heilsa, erlendir ferðamenn.

Accepted: 
 • Jan 1, 2007
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1028


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Dögg Árnadóttir.pdf897.37 kBOpenMatur er ferða - heildPDFView/Open