is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10290

Titill: 
  • Mörg er búmanns raunin : námsefni í stærðfræði fyrir unglingastig grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það geta allir haft gagn og gaman af því að læra og nota stærðfræði. Stærðfræði er tæki sem er beitt til að leysa hin ýmsu viðfangsefni. Námsgreinin getur verið auðveld og hún getur verið flókin. En til að ná árangri og fá nemendur til að taka þátt af eigin hvötum, þarf að vekja áhuga þeirra. Fjölbreytt námsefni, og tenging við áhugasvið nemenda, er nauðsynlegt til að viðhalda áhuga og efla færni til sjálfstæðrar hugsunar. Námsefnið „Mörg er búmanns raunin“ er sjálfstætt viðbótarnámsefni, en byggt á þeim námsþáttum stærðfræðinnar sem ætlaðir eru nemendum í 8. – 10. bekk grunnskóla. Starfendarannsókn var gerð í umsjónarbekk höfundar í febrúar 2011, til að kanna hvernig námsefnið höfðaði til nemenda. Rannsóknin var í formi vettvangsathugunar. Óformleg viðtöl voru við nemendur á vettvangi og spurningalisti var lagður fyrir nemendur. Niðurstöður rannsóknar eru birtar og þær ályktanir sem draga má af þeim. Námsefnið byggir á aðferðinni þrautalausnir. Það samanstendur af 60 þrautum sem allar tengjast landbúnaði. Það getur verið erfitt að vekja áhuga unglingsstráka á stærðfræði, þess vegna var valið að semja námsefni sem tengist vélum, tækjum og dýrum. Algengt er að slík viðfangsefni höfði til stráka á þessum aldri. Þá vitneskju byggir höfundur á sínum kennsluferli og því að eiga sex yngri bræður.
    Niðurstöður rannsóknar styðja þá tilgátu höfundar að auðveldara reynist að vekja og viðhalda áhuga unglingsstráka á stærðfræði ef höfðað er til áhugasviðs þeirra. Þær gefa einnig til kynna hve nauðsynlegt það er nemendum að fá tækifæri til að leysa þrautir í hópi félaga sinna því skoðanaskipti og rökræður eru mikilvægar til að efla færni til stærðfræðilegrar hugsunar og ekki síður til þess að nemendur læri að rökstyðja mál sitt. Til þess að virkja unglinga í að vilja rökræða um hlutina þarf að vekja áhuga þeirra og afhenda þeim krefjandi verkefni sem virkilega þarf að íhuga til að finna lausnina.

Samþykkt: 
  • 16.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HHS ritgerd lokautgafa_meginmal.pdf1.15 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
HHS ritgerd lokautgafa_namsefni.pdf3.5 MBLokaðurViðaukiPDF