is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10294

Titill: 
 • Hver er eignarréttarleg staða aflaheimilda og hvaða heimildir hefur löggjafinn til breytinga á löggjöf um stjórn fiskveiða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjávarútvegur er ein af grunnstoðum íslensks þjóðfélags og skapar umtalsverðar tekjur fyrir þjóðarbúið. En löngum hafa verið uppi deilur um kvótakerfið svokallaða. Ekki síst það hvernig stjórna skyldi veiðum, hverjir ættu að fá úthlutað aflaheimildum og hver sé eigandi auðlindarinnar.
  Með setningu laga nr. 38/1990 nú 116/2006 var í fyrsta skipti komið á lögum um fiskveiðistjórnun sem voru ótímabundin. Fyrri lög um stjórn fiskveiða voru ýmist tímabundin til eins eða tveggja ára. Tilgangurinn með lagasetningunni var að koma á
  fiskveiðistjórnunarkerfi sem ætlað væri að vara um lengri tíma til að m.a. auðvelda útgerðaraðilum að gera áætlanir og skipuleggja rekstur sinn til lengri tíma. Frá því að lögin
  voru sett hefur verið uppi ágreiningur um eignarréttarlega stöðu aflaheimildanna og það hvort um sé að ræða varanlega eignarheimild eða ekki. Frá upphafi kvótakerfisins hefur jafnframt
  verið um það deilt hvort og þá hvaða heimildir löggjafinn hafi til að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
  Í ritgerðinni verður fjallað um þetta álitaefni og gerð grein fyrir eignarréttarlegri stöðu aflaheimilda og jafnframt, í ljósi eignarréttarlegrar stöðu aflaheimildanna, gerð grein fyrir
  heimildum löggjafans til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu m.a. með tilliti til eignarréttarverndar stjórnarskrár. Í því ljósi er eignaréttur samkvæmt íslenskum rétti skoðaður, hvernig stofnað var til réttindanna, hvernig eignarrétti á hafsvæðum og fiskistofnum er háttað svo og heimildir löggjafans til breytinga og setningar á reglum.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2012
Samþykkt: 
 • 16.11.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_elin_2.pdf526.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna