is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10295

Titill: 
  • Framkvæmd barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Foreldrum ber réttur og skylda til að sinna uppeldis- og forsjárskyldum sínum. Í því felst að foreldrum ber að tryggja hagsmuni og velferð barnsins,ásamt því að vernda það gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þær aðstæður geta skapast að foreldrar sinni ekki forsjárskyldum sínum og er þá skylda hins opinbera að grípa til viðeigandi ráðstafana. Það er hlutverk barnaverndarlaga nr. 80/2002 að setja lagalegan ramma utan um slíka starfsemi hins opinbera.
    Barnaverndarstarf snýr umfram allt að því að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði með þeim úrræðum sem barnaverndarlögin kveða á um. Hafa ber í huga að barnaverndarmál eru mjög viðkvæm og vandmeðfarin mál. Það er því mjög mikilvægt að ákvæði og reglugerðir sem snúa að framkvæmd barnaverndarmála séu skýr og réttlætanleg, svo að tryggt sé að framkvæmdin snúist um réttaröryggi barnsins.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er kanna hvernig framkvæmd barnaverndarmála er háttað samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Einnig verður leitast við að skýra breytingar á ákvæðum og nýmæli sem komu inn með setningu laga nr. 80/2011, um breytingu á barnaverndarlögun, nr. 80/2002, með síðari breytingum. Að lokum verða nokkrir úrskurðir kærunefndar barnaverndarmála reifaðir, með það í huga að kanna þau álitamál sem vaknað hafa upp frá gildistöku barnaverndarlaga nr. 80/2002, það er hvað telst ákvörðun í skilningi 1. mgr. 6. gr. bvl. og hverja ber að telja aðila að barnaverndarmáli

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 16.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Björk Jónsdóttir _ML ritgerd.pdf797.78 kBLokaðurHeildartextiPDF