is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10302

Titill: 
  • Samferða í skólastarfi : samstarf á tveimur skólastigum og aukin þátttaka foreldra
  • Titill er á ensku Together in education : collaboration in two school levels and greater parental involvement
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar möguleika þess að bæta samstarf innan skólasamfélagsins. Að skoða hvernig starfsfólk tveggja skólastiga getur nýtt möguleika sína í samstarfi og bætt gæði þess. Jafnframt því að skoða hvernig hægt er að auðvelda foreldrum að auka þátttöku í samstarfi en þegar viðfangsefnið er skoðað eru margir þættir því samofnir. Öll höfum við möguleika á að vera þátttakendur í samstarfi en við erum misfær í því og mun ég leita að leiðum sem mögulega gætu stuðlað að betri færni í samstarfi. Í umræðu um samstarf er mikilvægt að átta sig á hugtökunum; þátttaka, lýðræði, félagsauður, samfella, menning og menningarauður. Ég mun ég gera grein fyrir þessum hugtökum og mikilvægi þeirra. Gott samstarf heimilis og skóla, byggt á virðingu og trausti, er einn grunnþátturinn í öllu skólastarfi. Samstarf er mikilvægt og mun ég ræða hvernig þessir aðilar geta unnið saman á farsælan hátt einstaklingnum í hag. Í samstarfi hafa allir aðilar ákveðnu hlutverki að gegna og verða að vera vakandi fyrir því. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum, því er nauðsynlegt að þeir séu vel upplýstir um þátt sinn í samstarfinu og að skólinn upplýsi þá um alla þætti er snúa að barninu. Skólinn endurspeglar samfélagið og er skólastarf á ábyrgð alls samfélagsins. Margir þættir eru mögulegir til að bæta gæði samstarfs og mun ég koma inn á nokkra þeirra. Þegar horft er á samstarf í sinni víðustu mynd þá er virk þátttaka sá þáttur sem allir ættu að sameinast um. Mikilvægt er því að aðilar séu samferða í gegnum þau verkefni sem vinna þarf og nýti þá möguleika sem fyrir hendi eru og bjóðast í samstarfinu. Sú opinbera stefna sem íslenskum skólum ber að framfylgja og byggir á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, gerir ráð fyrir auknu samstarfi og þátttöku þeirra sem starfa saman í skólasamfélaginu en nauðsynlegt er að skoða hvernig við getum komið því í framkvæmd. Mikilvægt er því að samstarfsaðilar setji sér markmið og fylgi sameiginlegri áætlun. Hugmyndir til þess að styðjast við í áætlunargerð verða kynntar hér síðar.
    Mikilvægt er að auka skilning skólasamfélagsins á mikilvægi samstarfs og þátttöku og benda á leiðir í því efni. Ég mun setja viðfangsefnið í fræðilegt samhengi, rannsaka það sem fræðimenn hafa skrifað um efnið og hvernig við getum nýtt okkur þær hugmyndir til þess að bæta færni okkar á þessu sviði. Hægt er að nýta sér rannsóknir og fræðileg skrif til þess að svara því sem til athugunar er og auka skilning á málefninu. Mikilvægt er starfsfólk skóla átti sig á mikilvægi þess að koma til móts við væntingar foreldra og byggja upp samstarf sem einkennist af trausti, samvinnu og samábyrgð. Lestrarkennsla er samstarfsverkefni skólasamfélagsins og því hef ég valið að taka samstarf um lestrarnám barna sem dæmi um einn þátt í útfærslu á samstarfi. Ég mun kynna bækling um lestur sem ég hef sett saman en þar eru fjölmargar hugmyndir sem foreldrar geta nýtt sér til þess að vera virkir þátttakendur í samstarfi.

Athugasemdir: 
  • Samstarf í skólastarfi, samstarf leik-og grunnskóla og foreldrasamstarf.
Samþykkt: 
  • 17.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolfinna Njálsdóttir.pdf897.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna