en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10303

Title: 
 • Title is in Icelandic Fjölmenningarleg menntun og hnattvæðing
 • Multicultural education and globalization
Submitted: 
 • October 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Verkefnið sem hér um ræðir er meistaraprófsritgerð til fullnaðar M.Ed.-gráðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Markmiðið með þessu verkefni er að meta mikilvægi þess að börn fái fjölmenningarlega menntun í grunnskólum þannig að þau verði betur í stakk búin undir þátttöku í alþjóðlegu samfélagi og að samfélagið og þau sjálf njóti góðs af. Rannsóknarefnið tengist námi mínu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á fjölmenningu. Um er að ræða heimildaritgerð sem byggist á kennslufræðilegum heimildum, rannsóknum á sviði fjölmenningarlegrar menntunar og fræðilegum greinagerðum um áhrif og áskoranir hnattvæðingar á menntun.
  Verkefnið er unnið með eftirfarandi spurningar í huga:
  •Samræmist hugmyndafræði fjölmenningarhyggjunnar hugmyndum fræðimanna um menntun í hnattvæddum heimi og þá hvernig?
  •Hver eru áhrif hnattvæðingar á samfélög og hvaða hugmyndir eru uppi um menntun á tímum hnattvæðingar?
  •Er innihald íslenskra grunnskólalaga og íslenskrar aðalnámskrár í samræmi við hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar og áhrif hnattvæðingar og hvað þarf að hafa í huga við gerð námskráa sem eiga að koma til móts við þarfir fjölbreytts nemendahóps?
  Breytingar á menntakerfum, inntaki náms, kennsluháttum og námskrám eru settar fram með fræðilegum rökstuðningi. Þættir eins og hlutverk kennara og samstarf heimilis og skóla eru teknir tilumfjöllunar með gildi fjölmenningalegrar menntunar í huga. Niðurstaðan, aðmínu mati, er sú að hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar er öllum í hag og samræmist hugmyndum fræðimanna um ákjósanlega menntun í hnattvæddum heimi.

Accepted: 
 • Nov 17, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10303


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lilja Ber...pdf648.69 kBOpenHeildartextiPDFView/Open