is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10308

Titill: 
  • Samanburður á þróun í menntamálum innflytjenda og stefnu í innflytjendamálum á Íslandi og í Þýskalandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hver þróun í menntamálum innflytjenda hefur verið á Íslandi undanfarna áratugi og hvernig hún tengist stefnumótun í innflytjendamálum. Að auki, og til samanburðar, er skoðað hvernig sambærileg þróun hefur verið í Þýskalandi. Greint er frá núverandi þekkingu á sviðinu og vísað í kenningar ýmissa fræðimanna sem tengjast umfjöllunarefninu.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að Ísland stendur Þýskalandi nokkuð framar hvað stefnumörkun í innflytjendamálum varðar. Á heildina litið hafa Þjóðverjar ekki sniðið sér stakk eftir vexti þar sem þeir eiga, þrátt fyrir langa sögu og mikinn fjölda innflytjenda í landinu, langt í land með að veita nemendum af erlendum uppruna jöfn tækifæri til náms á við innfædda nemendur. Þetta helgast að miklu leyti af langri afneitun þeirra á fjölda innflytjenda í landinu. Þó skal hafa í huga að staða og stefnumörkun í innflytjendamálum getur verið mjög breytileg eftir sambandslöndum innan Þýskalands. Á sama tíma hafa innflytjenda- og aðlögunarstefnur sem og námsskrár á Íslandi verið í mikilli þróun á síðustu árum og tekið mið af breyttri samfélagsmynd. Einnig hefur orðið mikil vitundarvakning um mikilvægi fjölbreyttra kennsluhátta þar sem jafnrétti til náms er haft að leiðarljósi.
    Niðurstöður sýna jafnframt fram á tengsl á milli stefnumótunar og þróunar í menntamálum að því leyti að stefnumótun ríkis hefur verið fylgt eftir á margan hátt, svo sem í stefnumótun einstakra sveitafélaga, námskrárvinnu og fjárveitingum. Þau lönd sem hafa skýra fjölmenningarstefnu eru líklegri til stuðla að markvissri þróun í menntamálum með áherslu á fjölmenningarlega kennslu. Að auki hafa rannsóknir sýnt að árangur nemenda af erlendum uppruna er betri í þeim löndum sem hafa stefnu og skýr markmið í aðlögun og menntun innflytjenda.

Samþykkt: 
  • 18.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.lokaverkefni_MarinRagnarsdottir.pdf960.92 kBLokaðurHeildartextiPDF