is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10312

Titill: 
 • Eins hindrun er annars hvati : ástæður fyrir brotthvarfi og endurkomu kvenna til náms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sífellt er lögð meiri áhersla á mikilvægi menntunar hér á landi en engu að síður er mikill fjöldi landsmanna á fullorðinsaldri án viðurkenndrar framhaldsmenntunar þar sem rúmur þriðjungur hefur aðeins lokið grunnskólaprófi. Hafa stjórnvöld sett sér það markmið að árið 2020 verði þetta hlutfall komið niður í 10% en þar er á brattann að sækja þar sem rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með stutta formlega skólagöngu leggja síður rækt við eigin menntun en þeir sem lokið hafa lengra námi.
  Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á ástæðum þess að svo margar konur hætta námi án þess að hafa lokið framhaldsmenntun og kanna hvaða áhrifaþættir hindra eða hvetja til frekari þátttöku í námi síðar á ævinni. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hvers vegna hverfa margar konur frá námi án þess að hafa lokið öðru en grunnskólamenntun og hvað veldur því að sumar þeirra ljúka einhverri framhaldsmenntun síðar á lífsleiðinni á meðan aðrar gera það ekki?
  Rannsóknin er eigindleg og byggir á einstaklingsviðtölum við tíu konur á aldrinum 29 til 44 ára sem allar hættu námi án þess að hafa lokið öðru en grunnskólaprófi en helmingur þeirra lauk einhverju framhaldsnámi síðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einstaklingar sem líkaði vel í grunnskóla flosnuðu ekki síður upp úr námi en hinir sem líkaði skólavistin miður og vinahópurinn skipti meginmáli í því sambandi. Jafnframt leiða niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að helsta hindrunin fyrir að ljúka framhaldsnámi virðist fremur vera falin í viðhorfum einstaklinga til aðstæðna sinna en í aðstæðunum sjálfum.

 • Útdráttur er á ensku

  There is an ever increasing emphasis on education in Iceland and yet a large number of the adult population lacks officially recognised secondary education, with just a little over a third having only completed compulsory education. The authorities have set a national goal of reducing this number to 10% by the year 2020, but this is an uphill struggle as research has shown that individuals with short-term formal education are less likely to participate in educational activities than those who have completed further levels of education.
  The objective of this study is to increase understanding of the reasons why many women leave school without having completed secondary education and to examine which factors present obstacles to continuing education later in life and which factors constitute incentives. The research question is: Why do many women leave school without having finished more than compulsory eduction and why do some of them complete some form of secondary education later in life while others do not?
  The study is qualitative and is based on individual interviews with ten women aged 29 to 44, all of whom originally left school having only completed their compulsory education, with half having completed some form of secondary education later in life. The results indicate that an individual who enjoyed school is equally likely to leave school as one who did not enjoy it and that peers and friends are the most important factor in this respect. The conclusion is that the main obstacle to finishing secondary education seems to be more a matter of each individual‘s attitude towards circumstances than the circumstances themselves.

Samþykkt: 
 • 22.11.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eins hindrun er annars hvati.pdf458.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna