is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10325

Titill: 
  • Samanburður á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og sjávarútvegsstefnu Íslands : er kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum ákjósanlegur kostur fyrir ríki ESB sem stunda fiskveiðar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og ber mönnum saman um það að sjávarútvegsmálin verði eitt af erfiðustu málunum í samningaferlinu. Sjávarútvegur var mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga á 20. öldinni og hagvöxtur landsins undir honum kominn. Erfitt hefur reynst að ná markmiðum sameiginlegrar sjávarútvegsstefna ESB og hér verða meginatriðið stefnanna borin saman til að sjá hvað er sameiginlegt og hvað ber á milli. Hornsteinn íslensku sjávarútvegsstefnunnar er aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum sem þykir hafa stuðlað að sjálfbærni fiskistofnanna og hagkvæmni í rekstri Mikil áhersla er lögð á að halda því jafnvægi sem nú ríkir í íslenskum sjávarútvegi sem undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Sjávarútvegsstefna ESB byggir á leyfilegum heildarafla þar sem ríkin fá úthlutað aflamarki eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Samskiptaleiðir milli stjórnvalda og hagsmunaaðila í greininni eru stuttar. Aftur á móti hefur sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB verið gagnrýnd fyrir að vera of stofnanamiðuð og ákvarðanir teknar á æðstu stigum stjórnsýslunnar án nægilegrar þátttöku allra hagsmunaaðila. Í endurskoðun stefnunnar frá árinu 2002 var þó reynt að bregðast við því með því að stofna svæðanefndir og farið verður yfir starfsemi þeirra. Þeirri spurningu er varpað fram hvort að frjálst framsal aflaheimilda í ríkari mæli gæti verið sjávarútvegsstefnu ESB til hagsbóta, en það er á valdi hvers og eins aðildarríkis að ákveða hvers konar fyrirkomulag í fiskveiðum það kýs. Því verður svarað á grundvelli þeirrar reynslu sem íslenskur sjáavarútvegur hefur af því fyrirkomulagi ásamt reynslu þeirra landa sem nú þegar hafa tekið það upp. Niðurstöðurnar benda til þess að með auknum eignarrétti á fiskveiðiheimildum skapist meiri hagnaður og sjálfbærni stofnana viðhelst frekar.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 2.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburður á sjávarútvegsstefnu ESB og Islands.pdf709.05 kBLokaðurHeildartextiPDF