is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10334

Titill: 
 • Heilsa, hreyfing og þol 18 ára framhaldsskólanema HLÍF: heilsa og lífsstíll í framhaldsskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna líkamlega heilsu 18 ára framhaldsskólanema með því að skoða helstu áhættuþætti fyrir lífstílssjúkdóma. Undirmarkmið var að bera saman áhættuþættina og kanna breytileikann í líkamlegri heilsu nemenda úr þeim þremur skólum sem rannsóknin náði til.
  Aðferðir:
  Áhættuþættir lífstílssjúkdóma voru mældir í slembiúrtaki 277 18 ára framhaldsskólanema (147 drengja, 130 stúlkna) úr þremur framhaldsskólum í Reykjavík. Dagleg hreyfing þeirra var mæld með skrefamæli (Yamax-SW-200). Líkamssamsetningu var lýst með mælingum á hæð, þyngd og mittismáli og líkamsþyngdarstuðullinn (BMI= kg/m2) var fundinn, hlutfall líkamsfitu var mælt með tvíorku röntgengeislagleypnimælingu [e. dual-energy X-ray absorptiometry (DXA)] með Lunar beinþéttnimæli. Þol var mælt með hámarkssúrefnisupptökumælingu (VO2 max) (Parvomedics Trumax 2400) á hlaupabretti. Blóðþrýstingur var mældur með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli (ADC Advantage 6013) eftir að þátttakandi hafði setið rólegur í 10 mínútur. Áhættaþættir lífstílssjúkdóma í blóði voru metnir með mælingum á fastandi styrk þríglýseríða, heildarkólesteróls, lágþéttni fitupróteina (LDL), háþéttni fitupróteina (HDL), inúlíns og glúkósa í sermi.
  Niðurstöður:
  Samkvæmt BMI stuðli voru 64 (23,3%) nemandur skilgreindir of þungir/feitir en samkvæmt DXA mælingunni voru 128 (50,8%) skilgreindir með hátt hlutfall líkamsfitu. Einnig mældust 28 (11,2%) nemendur með óæskilega lágt HDL, 21 (8,4%) mældist við hættumörk og með of hátt LDL og 28 (10,2%) þátttakendur voru skilgreindir með jaðar- eða háan slagbilsþrýsting. 87 (77,7%) stúlkur og 118 (90,1%) strákar voru með þol í meðallagi og hærra. Þrátt fyrir það þá náðu 68 (64,2%) stúlkur og 71 (66,9%) strákur ekki hreyfiráðleggingum um >10.000 skref að jafnaði á dag. Marktækur munur var á milli kynja í öllum mælingunum nema hreyfingu, BMI, hlébilsþrýstingi, LDL og þríglýseríðum (p>0,05). Marktækur munur var á milli skóla á þoli, hreyfingu, líkamshæð, hlutfalli líkamsfitu, mittismáli, slag- og hlébilsþrýstingi og LDL (p<0,05). Engin marktæk víxlverkun (e, interaction) var á milli skóla og kyns þátttakenda.
  Ályktun:
  Tveir þriðju framhaldsskólanemenda hreyfðu sig of lítið, á milli fjórðungur og helmingur þeirra voru illa á sig komnir hvað holdafar varðar en 75-90% voru ágætlega staddir hvað varðar viðmið um þol. Nemendur sem gengu í hefðbundinn verknámsskóla voru auk þess ver á sig komnir en nemendur sem gengu í hefðbundna bóknámsskóla.

Styrktaraðili: 
 • Íþróttasjóður Menntamálaráðuneytisins, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands, Rannsóknasjóður Kennaraháskóla Íslands og Íslenesk getspá
Samþykkt: 
 • 7.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal prentun 24.juni.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna