is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10342

Titill: 
 • Starfstengd hvatning. Viðhorf starfsmanna og stjórnenda í iðnaði
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Mikið hefur verið rannsakað og fjallað um hvatningu og áhrif hennar á einstaklinga og umhverfi. Starfstengd hvatning er eitt af mikilvægum verkefnum stjórnenda. Það er mismunandi hvað hvetur hvern og einn starfsmann og því skiptir miklu fyrir stjórnendur að þekkja til kenninga um hvatningu og geta áttað sig á hvers konar hvatning eigi best við hverju sinni til þess að fyrirtæki geti lifað af í síbreytilegri og harðri samkeppni markaðarins.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvað hvetur fólk sem starfar í iðnaði á Íslandi. Einnig er kannað hvort stjórnendur í iðnaði á Íslandi hafi sömu sýn og starfsmenn á starfshvatningu. Jafnframt er dreginn fram kynbundinn, aldurstengdur, menntunartengdur eða starfsaldurstengdur munur á áhrifum hvatningaratriða á starfsmenn ef einhver er.
  Rannsóknin var gerð meðal starfsmanna og stjórnenda eins af stærstu iðnfyrirtækjum á Íslandi. Notuð var megindleg aðferðafræði þar sem þátttakendur svöruðu spurningalistum sem sendir voru á rafrænu formi. Í úrtakinu voru 58 stjórnendur og 402 starfsmenn. Af þeim tóku 40 stjórnendur og 51 starfsmaður þátt í rannsókninni.
  Niðurstöðurnar benda til þess að það sem helst hvetji starfsmenn í iðnaði á Íslandi séu góð laun. Misræmi kom fram í því sem starfsmenn segja að hvetji þá í starfi og því sem stjórnendur telja að hvetji starfsmennina. Töluverður munur kom fram á áhrifum hvatningaratriða á starfsmenn eftir kyni, aldri, menntun og starfsaldri. Marktækur kynbundinn munur reyndist vera á áhrifum einstakra hvatningaratriða á starfsmenn, sem og aldurstengdur og menntunartengdur munur. Ekki kom fram marktækur starfsaldurstengdur munur á áhrifum hvatningaratriða.

Samþykkt: 
 • 13.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ragnheidur þengilsdóttir.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna