Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10349
Meginmarkið þessa verkefnis er að kanna viðhorf og afdrif brautskráðra BA nema í félagsráðgjöf frá 2008 til 2011. Gerð var megindleg rannsókn sem fól í sér spurningalistakönnun sem send var rafrænt til 159 einstaklinga og var svörunin yfir 80%. Forritið www.kannanir.is var notað til þess að senda spurningalistann. Rannsóknarspurningarnar fjölluðu um afdrif grunnnemanna og viðhorf þeirra til þriggja þátta, til inntaks námsins, til kennara og til starfsfólks deildarskrifstofu.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestir brautskráðir grunnnemar i félagsráðgjöf halda áfram í nám og flestir fara í meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf. Þeir sem halda áfram í annað nám en félagsráðgjöf fara í nám tengt hugmyndafræðinni á bak við félagsráðgjöf og halda áfram í fögum varðandi minnihlutahópa eins og til að mynda öldrunafræði, fötlunarfræði eða stjórnun. Einhverjir fara út á vinnumarkaðinn en 50% þeirra fengu vinnu sem tengdist félagsráðgjöf og var þá um að ræða vinnu til dæmis í barnavernd og við stuðningsfulltrúastörf. Viðhorf þátttakenda til allra þriggja þátta voru almennt jákvæð en þó höfðu þátttakendur einhverjar athugasemdir við alla þrjá þættina eins og til dæmis varðandi valnámskeið innan deildarinnar. Hægt er að nýta niðurstöðurnar við áframhaldandi þróun á námi í félagsráðgjöf og hafa þær því þekkingarlegt gildi fyrir Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AnnaGHalldórsd.pdf | 7.71 MB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |