is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1035

Titill: 
  • Sjálfsvirðing unglinga : tengsl við íþróttir, tómstundir og námsárangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir tengdar sjálfsvirðingu einstaklinga hafa verið áberandi síðustu áratugi. Sjálfsvirðing unglinga hefur töluvert verið til rannsóknar og þá oft beinst að tengslum við líðan og hegðunarvandkvæði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl sjálfsvirðingar við líðan, hegðun og heildarvanda auk tengsla sjálfsvirðingar við námsframmistöðu og íþrótta- og tómstundaiðkun. Til þess var notaður sjálfsmatkvarði Rosenberg til að mæla sjálfsvirðingu þátttakenda og YSR listi Achenbach til að mæla líðan, hegðun og heildarvanda þeirra, námsframmistöðu auk íþrótta- og tómstundaiðkun. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 197 tíundu bekkingar í fimm grunnskólum á Akureyri, 98 stúlkur og 99 drengir. Drengirnir (M = 22,85; sf = 5,47) mældust almennt með hærri sjálfsvirðingu en stúlkurnar (M = 18,66; sf = 6,47), F(1, 195) = 16, 479, p>0,001. Þátttakendur með háa sjálfsvirðingu (M = 48,35; sf = 8,21) reyndust líða almennt betur og mældust með minni hegðunarvandkvæði og heildarvanda en þeir sem mældust með lága sjálfsvirðingu (M = 58,95; sf = 10,64). Niðurstöður rannsóknarinnar benda því til þess að sjálfsvirðing unglinga í tíunda bekk í grunnskólum á Akureyri sé mikilvægari en kynferði þegar kemur að þáttum tengdum hegðun og líðan, mati á námsárangri og tómstundaþátttöku.

Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Bergsdóttir.pdf257 kBOpinnSjálfsvirðing ungl - heildPDFSkoða/Opna