is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10350

Titill: 
  • Upplifun fólks án atvinnu á þeim úrræðum sem í boði eru í Rauðakrosshúsunum í Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rauði kross Íslands ákvað í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, að setja af stað virkniúrræði fyrir fólk án atvinnu. Starfsemin hófst í Borgartúni Reykjavík vorið 2009. Árið 2010 var ákveðið að Rauðakrosshús með svipaðri starfsemi yrðu opnuð í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Grundarfirði.
    Markmið þessarrar rannsóknar var að skoða upplifun notenda á virkniúrræðum Rauðakrosshúsanna í Mosfellsbæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Í rannsókninni er spurt hvort notendunum finnist að úrræðin mæti þörfum þeirra. Einnig hvort þættir eins og aldur, kyn og menntun hafi einhver áhrif á það hvernig úrræðin nýtast viðkomandi.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru fjögur upplýsingaviðtöl við starfsmenn Rauða kross Íslands og níu viðtöl við notendur þjónustunnar.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að virkniúrræði Rauða kross Íslands séu að skila tilætluðum árangri, það er að fólk geti fengið stuðning við að takast á við breyttar aðstæður, fái félagsskap og tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til gagns. Það að fólk án atvinnu hafi stað sem það getur komið á, hitt annað fólk, fengið fræðslu og tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum sem húsin bjóða uppá, er mikilvægur þáttur til að fólk haldist virkt og einangrist ekki félagslega á meðan að á atvinnuleysinu stendur. Þannig benda niðurstöðurnar til þess að nauðsynlegt sé að hafa virkniúrræði í boði fyrir fólk án atvinnu, sem henti báðum kynjum, öllum aldri og fólki með ólíka menntun. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að þátttaka fólksins sjálfs skipti miklu máli til að úrræðin virki sem best.

  • Útdráttur er á ensku

    Following the economic crisis in the year 2008, The Icelandic Red Cross decided to organize activation measures for the unemployed. These activation measures started in Reykjavík in spring 2009 and in the local communities of Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær and Grundarfjörður in 2010.
    The aim of this study was to look at how participants experienced the activation measures in Hafnarfjörður, Kópavogur and Mosfellsbær. The influence of factors like age, sex and degree of education on the participants’ experience was also estimated. Qualitative research method was used. Participants from each community were interviewed to find out if these programs satisfied their needs for activity. Six members of the Red Cross staff and nine participants were interviewed.
    The results indicate that the Red Cross activation measures are delivering the desired results. People can get support to deal with changing circumstances, and an opportunity to apply their resources to benefit others. People without a job are having a place they can visit, meet other people, get information and participate in various events seems important for them to remain active and prevent them from being socially isolated during the period of unemployment. Thus, the results point to a need to have an effective remedy available to people without work, people of both sexes, all ages and with different qualifications. Also, the results suggest that the involvement of people themselves is a very important resource to optimum performance.

Samþykkt: 
  • 13.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA.Ritgerð.pdf995.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna