en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10358

Title: 
  • Title is in Icelandic Barnavernd og fjölmiðlar. Viðhorf barnaverndarstarfsmanna til fjölmiðlaumræðu um barnaverndarmál
Submitted: 
  • December 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknin byggir á könnun meðal barnaverndarstarfsmanna á öllu landinu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa betra ljósi á fjölmiðlaumræðu um barnaverndarmál hérlendis og samskipti barnaverndarstarfsmanna og fjölmiðla. Kannaðir voru þættir eins og viðhorf starfsmannanna til fjölmiðlaumræðu, reynsla þeirra af fjölmiðlasamskiptum og þeirra áhrifa sem þeir telja umræðuna geta haft á störf sín og á viðhorf almennings til málaflokksins. Í rannsókninni var notast við megindlega aðferð, þar sem notaðir voru spurningalistar. Þátttakendur voru 54 talsins af 114 í upphaflegu þýði allra barnaverndarstarfsmanna, svarhlutfall var því um 48%. Skipting milli kynja var 48 konur og 6 karlar á aldrinum 26-60 ára. Meirihluti þátttakenda eða 74% voru með félagsráðgjafamenntun. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur töldu fjölmiðlaumræðu um barnaverndarmál eiga rétt á sér en hins vegar töldu þeir hana mjög neikvæða. Einnig sýndu niðurstöður að þátttakendur töldu slíkar umfjallanir hafa slæm eða mjög slæm áhrif á vinnslu mála. Fram kom að þátttakendur voru mótfallnir því að tjá sig við fjölmiðla um einstök barnaverndarmál, en höfðu hins vegar jákvætt viðhorf til þess að tjá sig almennt. Þátttakendum þótti fjölmiðlaumræðan einhliða og að hún hefði neikvæð áhrif á viðhorf almennings til barnaverndaryfirvalda.

Accepted: 
  • Dec 14, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10358


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Barnavernd og fjölmiðlar.pdf668.86 kBLockedHeildartextiPDF