is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10365

Titill: 
 • Ungt fólk sem Barnavernd Kópavogs hafði afskipti af á unglingsárum: Félagsleg staða, stuðningur og viðhorf til afskipta
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna félagslega stöðu ungs fólks sem Barnavernd Kópavogs hafði afskipti af á unglingsárum. Um leið var skoðað hvert viðhorf þess var til afskiptanna sem og að sjá hvaða stuðning það fær nú. Rannsóknin var framkvæmd með margprófunarsniði þar sem 177 mál voru innihaldsgreind hjá Barnavernd Kópavogs og sendir voru út 78 spurningalistar með tölvupósti á fyrrum notendur Barnaverndar Kópavogs sem eru nú á aldrinum 18 til 23 ára. Spurningakönnun samanstóð af megindlegum og eigindlegum spurningum.
  Niðurstöður leiddu í ljós að félagsleg staða fyrrum notenda Barnaverndar Kópavogs er á sumum sviðum frábrugðin því sem almennt gerist. Algengt er að þeir eigi maka og börn, atvinnuþátttaka þeirra er almennt minni en gengur og gerist meðal ungs fólks og þeir þiggja frekar bætur og fjárhagsaðstoð. Þá reykir meira en helmingur svarenda.
  Meirihluti þátttakenda upplifir mikinn stuðning nú og kemur hann aðallega frá fjölskyldunni. Viðhorf til afskipta Barnaverndar Kópavogs var bæði jákvætt og neikvætt. Þar mátti greina nokkur þemu sem sneru að samvinnu barnaverndar-starfsmanna og barnanna. Að mati þátttakenda var góð samvinna fengin með góðri undirstöðu þar sem ríkti traust, trúnaður, virðing, jákvætt viðhorf og að hlustað væri á þá. Þá vildu þátttakendur að barnavernd skipaði stærri sess í úrræðum innan skóla, hvort sem er vegna félagslegs vanda eða vandræða í námi.
  Lykilorð: Barnavernd; Ungt fólk; Unglingar; Félagsleg staða; Stuðningur; Viðhorf; Afskipti.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the study was examining the social standing of the young people who Barna¬vernd Kópavogs (Kópavogur´s Child Protection) intervened with in their teens. The study also evaluated their attitude towards this intervention as well as the support they have today. Triang¬ulation was applied where 177 of Barnavernd Kópavogs´s cases were content analyzed, 78 of former clients, who are 18 to 23 years old today, were sent a questonnaire through E-mail. The questionnaire was partly quantitative and partly qualitative.
  The results showed that the social standing of former clients of Barnavernd Kópavogs is somewhat different from the norm. It´s common that they have a spouse and children and they generally work less than average, compared to other people in this age group, and they are more likely to receive benefit and financial aid. More than half of the participants smoke.
  The majority of participants experience great support today, that support stems most of the time from the family. The attitude towards Barnavernd Kópavogs´s intervention was both positive and negative. Analysis found a couple of themes which had to do with cooperation between child protection workers and children. According to the participants the basis for good cooperation was trust, confidentiality, respect, positive attitude and listening. They also suggested that child protection services play a greater role when problems emerge in school, whether social or have to do with the studies.
  Keywords: Child protection services; Young people; Teens; Social standing; Support; Attitude; Intervention.

Samþykkt: 
 • 15.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Gréta_ritgerð.pdf2.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna