is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10369

Titill: 
  • Samanburður á MBT skóm annars vegar og teipingum og innleggjum hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu
  • Titill er á ensku Comparing MBT shoes versus low dye taping and insoles as treatment for plantar fasciitis
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að bera saman Masai Barefoot Technology (MBT) skó annars vegar og teip og innlegg hins vegar sem meðferðarform við iljarfellsbólgu. Skoðað var hvort annað eða bæði meðferðarformin hefðu jákvæð áhrif á einkenni iljarfellsbólgu og einnig var skoðað hvort annað meðferðarformið skilaði betri árangri en hitt. Niðurstöður voru aðallega byggðar á mati þátttakenda á verk við fyrstu skrefin að morgni (VAS 0-100mm), færni í ökkla og fæti sem metin var með spurningalista (FAAM) og verk við þrýsting sem veittur var með þrýstimæli að því marki að sársauki fannst. Einnig var notað hællyftupróf, sem fólst í því að þátttakendur lyftu sér upp á tær og létu hælana síga rólega til baka niður í gólf fimm sinnum, til að meta hvort hægt væri að nota það við greiningu á iljarfellsbólgu og til að meta árangur meðferðar. Strax eftir prófið var notaður VAS skali (0-100mm) til að meta verki.
    Tuttugu og átta einstaklingar uppfylltu inntökuskilyrði og samþykktu þátttöku og var þeim skipt í tvo hópa, 14 voru í MBT hóp (MBTH) og 14 í teip og innleggja hóp (TIH). Út úr rannsókninni duttu fjórir þátttakendur og í lokaniðurstöðum voru 14 í MBTH og 10 í TIH eða 24 einstaklingar, 19 konur og 5 karlar. Þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu og frá Selfossi og nágrenni. Meðalaldur þátttakenda í rannsókninni var 41 ár og meðal líkamsþyngdarstuðull þátttakenda var 30 kg/m2. Íhlutun stóð yfir í 12 vikur og mælt var í upphafi, eftir 4 vikur og í lok íhlutunar eftir 12 vikur.
    Í upphafi rannsóknar var ekki marktækur munur á milli MBTH og TIH nema í tíma, þ.e. hversu lengi einkennin höfðu varað. Almennt minnkuðu morgunverkir (p<0,001) sem og verkur við þrýsting á festu iljarsinafellsins (p=0,004) og færni jókst (p<0,001). Ekki reyndist vera marktækur munur á milli MBTH og TIH. Við mat á hællyftuprófi í upphafi reyndist helmingur þátttakenda vera með VAS skor á bilinu 0-1 sem bendir til þess að það sé ekki gott að nota það próf við greiningu. Hins vegar gáfu niðurstöður til kynna hjá þeim sem fengu góða svörun við prófið í upphafi að hægt sé að nota það til að meta árangur meðferðar.

    Niðurstöður benda til þess að bæði meðferðarformin, MBT skór annars vegar og teip og innlegg hins vegar, skili árangri í meðferð hjá fólki með iljarfellsbólgu með því að minnka verki og auka færni.

Styrktaraðili: 
  • MBT á Íslandi, Össur, Vísindasjóður FÍSÞ og Rannsóknasjóður Háskóla Íslands.
Samþykkt: 
  • 15.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10369


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldur_2011_MS Ritgerð.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna