is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10385

Titill: 
 • Félagsleg þátttaka einstaklinga með þroskahömlun sem búa á sambýlum. Mat forstöðumanna sambýla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um félagslega þátttöku fólks með þroskahömlun sem búsett er á sambýlum. Ritgerðin byggir á rannsókn sem framkvæmd var haustið 2011 þar sem sendir voru út spurningalistar til forstöðumanna sambýla víðs vegar um landið og samanburðarhóps sem valinn var úr deildum Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Spurningarnar vörðuðu félagslega þátttöku viðkomandi einstaklinga og mat á því hvort félagslegum þörfum þeirra væri fullnægt. Forstöðumenn sambýla svöruðu hver fyrir einn skjólstæðing og einstaklingar samanburðarhópsins svöruðu fyrir sig og lögðu mat á eigin félagslega þátttöku og þarfir. Að auki var í spurningalistanum sem lagður var fyrir forstöðumenn sambýla spurt um þætti sem tengdust möguleikum viðkomandi einstaklinga til þess að tjá sig og eiga samskipti við aðra ásamt því hversu mikla aðstoð þeir sem á þyrftu að halda fengju við samskipti. Niðurstöður leiddu í ljós að margir innan rannsóknarhópsins hafa skerðingar sem ætla má að hafi áhrif á getu þeirra til þess að eiga samskipti við aðra. Þrátt fyrir að lögum samkvæmt eigi fatlaðir rétt á allri þeirri aðstoð sem þeir þarfnast til þess að geta notið sömu lífskjara og aðrir þjóðfélagsþegnar vantar mikið upp á að þeir einstaklingar sem rannsóknin náði til fái slíka aðstoð við félagsleg samskipti. Samanburðarhópurinn átti mun meiri samveru með vinum og ættingjum en rannsóknarhópurinn, bæði á eigin heimili og utan þess. Sérstaka athygli vakti að aðeins 2% rannsóknarhópsins voru í föstu sambandi en 81% samanburðarhópsins. Fram kom í svörum nokkurra forstöðumanna að viðkomandi einstaklingur óskaði þess að vera í slíku sambandi en þyrfti á einhvern hátt aðstoð við að bera sig að við það. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ástæða sé til þess að leita leiða til að virkja fjölskyldur og vini þeirra einstaklinga sem hafa þroskahömlun og búa á sambýlum til aukinna samskipta og samveru. Hvetja þarf fólk í nærumhverfi einstaklinganna til þess að taka að sér reglulega liðveislu en þó er jafnvel mikilvægara að leitast við að treysta fjölskyldu- og vinabönd þannig að grundvöllur skapist fyrir aukinni félagslegri þátttöku þessa hóps sem byggður sé á vináttu og væntumþykju fremur en skyldurækni.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay examines the social participation of people with mental retardation who live in community housing. It is based on research conducted in the autumn of 2011 in which questionnaires were sent to managers of community homes across the country and a comparison group selected from the faculties of the University of Iceland and the University of Akureyri. The managers of the community homes answered for one resident in their home each and individuals in the comparison group gave an estimation on their own social participation and needs. In addition the questionnaire given to the managers of community homes included questions about factors affecting the ability of the individuals involved to communicate and also about how much assistance they received, based on their specific needs. The results showed that many of the individuals in the study group had disabilities that could affect their ability to express themselves and communicate with others. Although Icelandic law ensures the rights of all people with disabilities to the assistance they may need to be able to enjoy the same quality of life as other citizens, the results of this study show that this is not the case when it comes to assistance with social communication. Visits to family and friends were much more frequent within the comparison group than within the study group. The comparison group also took part in various activities like going to coffee shops, swimming pools or to the cinema with friends or relatives more frequently than the research group and received more visits from friends and relatives. It was found that only 2% of the population studied had a partner or a significant other, compared to 81% in the comparison group. However some of the home managers claimed that the person involved genuinely wished to be in a relationship but that some kind of assistance was needed for that to be possible. Results of this study indicate a need to reach out to the families and friends of individuals with mental retardation living in community homes and seek their participation. The need to encourage these people to offer their assistance is apparent, but even more important is the effort to strengthen family ties and friendships to create a basis for more social participation for the individuals in this group. This foundation should therefore be based on friendship and affection rather than be a call of duty.

Athugasemdir: 
 • Leitarorð: Þroskahömlun, sambýli, félagsleg þátttaka, félagsleg samskipti, fötlun, liðveisla.
  Keywords: Mental retardation, community housing, social work, social participation, social interaction, disability.
Samþykkt: 
 • 19.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA Eva Ólafsdóttir.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna