is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10386

Titill: 
  • Fjölkerfameðferð. Mat félagsráðgjafa innan barnaverndar á meðferðarúrræðinu MST
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu og mat félagsráðgjafa, í barnavernd, á fjölkerfameðferð MST, reynslu þeirra af úrræðinu, samskipti þeirra við MST teymisstjóra og meðferðaraðila auk árangurs meðferðarinnar. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru átta viðtöl við starfandi félagsráðgjafa í barnavernd á þjónustusvæði MST.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að reynsla félagsráðgjafa í barnavernd á meðferðarúrræðinu MST sé ólík. Allir viðmælendur töldu gott að nýtt úrræði væri innleitt í barnavernd þar sem mikill skortur er á úrræðum fyrir börn og unglinga. Flest allir höfðu ágæta þekkingu á úrræðinu en töldu þó þörf á frekari kynningu varðandi úrræðið sjálft og á aðferðum MST. Allir töldu að MST meðferð nýttist frekar yngri börnum heldur en markhópur MST er í dag, ásamt því að meðferðin nýttist illa unglingum sem væru með fjölþættan vanda og/eða væru komnir í mikla vímuefnaneyslu. Þátttakendum bar saman um að meðferðin henti vel ákveðnum hópi unglinga sem glíma aðeins við hegðunarvanda. Flestir viðmælendur töldu að MST nýttist vel foreldrum sem væru sterkir og góðir í samvinnu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að upplifun þátttakenda á samvinnu við MST meðferðaraðila var misjöfn, þar sem sumir töldu hana góða á meðan aðrir upplifðu hana litla sem enga. Meiri hluti viðmælenda var sammála um að árangur MST meðferðarinnar væri sambærilegur öðrum meðferðum.
    Niðurstöðurnar sýndu fram á mikilvægi þess að góð samvinna sé á milli starfsmanna barnaverndar, meðferðarteyma og Barnaverndarstofu. Mikilvægt er að starfsmenn barnaverndar hafi góða þekkingu á meðferðarúrræðum sem í boði eru og að þeir hafi trú á gagnsemi þess og telji sig geta nýtt þau fyrir notendur sína. Góð samvinna milli félagsráðgjafa í barnavernd og Barnaverndarstofu væri árangursrík leið til að koma á fót fjölbreyttum og árangursríkum meðferðum fyrir börn og unglinga í vanda.

Samþykkt: 
  • 19.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thelma Þorbergsdóttir MA ritgerð_locked.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna