is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10387

Titill: 
  • Staða og líðan fanga við lok afplánunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um líðan og stöðu fanga við lok afplánunar. Verkefnið byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og voru tekin viðtöl við níu einstaklinga. Annars vegar voru tekin hálf stöðluð einstaklingsviðtöl við átta fanga og hins vegar var tekið staðlað viðtal við starfandi félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Einnig voru fengnar upplýsingar frá meðferðarráðgjafa á meðferðargangi á Litla Hrauni og starfandi félagsráðgjafa hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Markmið rannsóknarinnar var að fá fram viðhorf og reynslu ungra endurkomufanga á aldrinum 18-24 ára á því hvernig úrræði sem þeim standa til boða eru að nýtast þeim og hvernig þeim gengur að fóta sig í fangelsisvistinni og í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun. Helstu niðurstöður voru þær að meirihluti fanganna segist finna fyrir spennu og kvíða fyrir því sem koma skal við lok afplánunar. Það fer þó mikið eftir því hvernig staða hvers og eins er fyrir utan fangelsið og þeim stuðningi sem þeir geta fengið frá fjölskyldum sínum vinum og opinberum aðilum. Þeir þættir sem helst valda föngum kvíða og spennu er óvissa um hvort fjölskyldur þeirra vilji taka þá í sátt, hvort húsnæði sé til staðar þegar þeir koma út, hvort til séu peningar til að lifa á og hvort hægt sé að fá atvinnu. Líðan fanga í afplánun fer mikið eftir því hvort þeir eru að nýta sér þau úrræði sem Fangelsismálastofnun býður upp á. Af meðferðarúrræðum má nefna meðferðargang og opið fangelsi. Þeir fangar sem nýta sér þessi úrræði standa styrkari fótum og hafa meiri trú á eigin getu til að snúa lífi sínu til betri vegar. Líðan endurkomufanga milli afplánana tekur hins vegar mið af neyslumynstri hvers og eins, en flestir hafa verið í mikill áfengis- og vímuefnaneyslu þegar þeir hafa verið úti í samfélaginu á milli afplánana. Niðurstöðurnar varpa ljósi á aðstæður þessara fanga og þá stöðu sem þeir finna sig að lokinni afplánun. Heyra má á viðmælendum að úrræða sé þörf fyrir fanga til að aðstoða þá fyrstu skrefin eftir lok afplánunar.
    Efnisorð: Félagsráðgjöf, fangar, endurkomufangar, afplánun, fangelsi, meðferð

Samþykkt: 
  • 19.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valur Bjarnason.pdf810.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna