is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10389

Titill: 
  • Fjölskyldubrúin. Upplifun þátttakenda og markmið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölskyldubrúin er forvarnarstuðningur fyrir barnafjölskyldur þar sem foreldrar glíma við geðræna erfiðleika. Með stuðningnum er lögð áhersla á þarfir barnanna. Fjölskyldubrúin er verkefni sem byggist á rannsóknum Dr. William R. Beardslee og félaga en verkefnið var innleitt sem forvarnarstuðningur á geðsvið Landspítala Háskólasjúkrahúss árið 2006. Ekki hefur verið gerð rannsókn á Fjölskyldubrúnni hérlendis og er því um frumrannsókn að ræða. Gengið var út frá því að skoða eigið mat og upplifun þátttakenda á stuðningnum og hvort markmiðum hans væri náð. Rannsóknin var megindleg, unnið var með fyrirliggjandi gögn frá geðsviði Landspítalans og tölfræðiúrvinnsla var lýsandi. Gæðamatslistarnir voru í heildina 31, 13 frá börnum og 18 frá foreldrum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplifun þátttakenda á þeim stuðningi sem þeir fengu í Fjölskyldubrúnni hafi yfir heildina verið góð. Samkvæmt mati barnanna fannst þeim stuðningurinn góður og áhyggjur þeirra af foreldrum sínum jukust ekki en minnkuðu ekki endilega heldur. Foreldrum fannst að væntingum þeirra hefði verið mætt með stuðningnum, hann gagnaðist fjölskyldunni og í kjölfarið dró úr áhyggjum þeirra. Telja má að þau markmið sem mæld voru hafi verið náð. Það er mat rannsakanda að Fjölskyldubrúin hafi góð áhrif á einstakinga og fjölskyldur og mikilvægt sé að veita þessa þjónustu áfram.
    Lykilorð: fjölskyldur, geðsjúkdómar foreldra, þarfir barna, forvarnir, verndandi þættir, valdefling, frásagnarnálgun, megindleg rannsókn.

Samþykkt: 
  • 19.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Ósk_ritgerð-læst.pdf4.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna