is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10391

Titill: 
  • Ei skal slökkva ljós annars til að fá sitt eigið til að skína skærar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt 31. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, ber ekki að notfæra sér yfirburði sína eða aðstöðumun gagnvart öðrum, hvort sem það er gert á grundvelli aldurs, reynslu, þekkingar, stöðu yfirboðara, fjárhags eða annarra atriða. Um þetta viðsfangsefni má komast svo að orði að ei skal slökkva ljós annars manns til að fá sitt eigið til að skína skærar (sbr. yfirtitil þessarar ritgerðar). Í þessari ritgerð mun höfundur reyna að varpa ljósi á þá takmörkun á samningsfrelsi skv. misneytingarákvæði samningalaganna með vísan í ályktanir fræðimanna, erlendan rétt og íslenska dómaframkvæmd. Áhugi höfundar á efni þessu vaknaði við almennt laganám og lestur dómsins Hrd. 1980, bls. 1415 (23/1978) (Litlu hjónin). En eftir lestur þessa dómafordæmis er svo mikið víst að þörfin fyrir slíkt ákvæði er bráðnauðsynleg og réttmæt til að vernda þá er minna mega sín í samfélaginu og sporna gegn misnotkun á sviði samningagerðar.
    Í öðrum kafla ritgerðar verður fjallað almennt um fræðigreinina samningarétt og helstu meginreglu á því sviði; skuldbindingargildi samninga og síðan frelsi til samningsgerðar. Þá verður til hægðarauka aðeins minnst á regluna um form samninga. Því næst, í þriðja kafla, verður fjallað um ógilda löggerninga og þá helst grandvísi löggerningsmóttakanda, réttaráhrif ógildra löggerninga og sönnunarbyrði. Merking hugtaksins misneyting verður tekin fyrir í fjórða kafla skv. almennri málvenju sem og í lögfræðilegum skilningi, einnig verður stuttlega fjallað um misneytingarákvæði skv. erlendum rétti til að varpa nánara ljósi á mikilvægi misneytingarákvæðis samningaréttar. Þungamiðja þessarar ritgerðar kemur fram í fimmta kafla en þar er fjallað nánar um efni 31. gr. sml. Fjallað verður um hvert og eitt skilyrði ákvæðisins; bágindi, einfeldni og fákunnáttu, að vera einhverjum háður, hagsmuni og misvægi hagsmuna og endurgjalds og teknir verða fyrir ýmsir dómar í tengslum við það efni. Í sjötta kafla er stiklað á stóru hvernig dómstólar túlka og beita ákvæðinu í íslenskri dómaframkvæmd. Litið verður til þeirra réttaráhrifa sem misneyting hefur í för með sér í sjöunda kafla. Áttundi kafli fjallar um misneytingu í tengslum við gerhæfisskort á grundvelli andlegra annmarka og fjallað verður um hina ýmsu kvilla sem geta hrjáð einstaklinga sem geta síðan haft áhrif á getu þeirra til samningsgerðar. Að lokum verður efnið dregið saman og lokaorð höfundar koma fram í níunda kafla þessarar ritgerðar.
    Ritgerð þessi er almenn umfjöllun um misneytingarákvæði samningalaganna og er von höfundar sú að öllum þeim helstu spurningum um þetta efni verði svarað. Hafa ber þó í huga að umfjöllunarefni þetta er mikið og ítarlegt og ráðrúm höfundar við skrifin ekki mikil. Markmiði höfundar er náð ef allt það helsta sem skiptir máli til að öðlast betri skilning á ákvæði þessu er dregið fram í dagsljósið.

Samþykkt: 
  • 19.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Lilja Karen Steinþórsdóttir - Lokautgafa.pdf433.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna