en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1040

Title: 
 • Title is in Icelandic Öll erum við ólík, þannig á það að vera!
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari er fjallað um einstaklingsmiðað nám og námsmat. Menntun barna hefur löngum þótt mikilvægur samfélagslegur þáttur en oft á tíðum hefur menntunin ekki verið einstaklingsmiðuð. Það er ekki fyrr en síðustu ár hér á landi sem einstaklingsmiðað nám hefur fengið verðskuldaða athygli og það iðkað í grunnskólum landsins.
  Rakið verður einstaklingsmiðað nám og hversu mikilvægu hlutverki það gegnir í samfélagi okkar í dag. Kannað er hvað einstaklingsmiðað nám felur í sér, námsmat því tengt skoðað og hvernig það er framkvæmt svo það samræmist einstaklingsmiðuðu. Ritgerðin er fræðileg en stuðst er við ýmsar heimildir tengdar einstaklingsmiðun og námsmati.
  Fjölbreytt námsmat sem aðlagað er að einstaklingnum er haft að leiðarljósi. Mjög mikilvægt er að nemendur séu metnir sem einstaklingar en ekki út frá námshópnum. Ef námsmatið er einstaklingsmiðað (með ýmsum aðferðum þá er auðvelt) að fylgjast með því hvernig/hvort einstaklingurinn er að bæta sig og þá hægt að grípa strax inn í ef eitthvað er að fara úrskeiðis.
  Hlutverk skólans er að auka færni einstaklingsins til að lifa í því samfélagi sem við lifum í hverju sinni. Með því að nota einstaklingsmiðun og námsmat er einstaklingurinn betur í stakk búinn til að takast á við samfélagið eins og það er í dag, síbreytilegt og í stöðugri þróun.

Accepted: 
 • Jan 1, 2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1040


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Marý Linda Jóhannsdóttir.pdf335.85 kBOpenÖll erum við ólík - heildPDFView/Open