Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10400
Fjölgun erlendra kvenna hérlendis kallar á endurskoðun á skipulagi, stjórnun og samskiptum í barneignarþjónustu. Fáar rannsóknir eru til hér á landi um það hvernig heilbrigðiskerfið hlúir að útlendingum búsettum á Íslandi. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til menningarbundinna viðhorfa, t.a.m. í samræmi jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, hefðir og væntingar erlendra kvenna til barneignarferlisins ásamt reynslu þeirra af barneignarferlinu og barneignarþjónustunni hér á landi. Markmiðið var að afla þekkingar sem gæti nýst við mótun menningarhæfrar barneignarþjónustu fyrir erlendar barnshafandi konur. Rannsóknin var eigindleg þar sem hugtakið menningarhæfni og hugmyndafræði þjónandi forystu voru lögð til grundvallar með viðtölum við sjö erlendar konur, fyrir og eftir fæðingu barna þeirra hér á landi.
Niðurstöður rannsóknarinnar endurspeglast í þremur þemum sem snerta þarfir, væntingar og reynslu erlendra kvenna af barneignarþjónustu hér á landi: Skortur á félagslegum stuðningi; Viðmót starfsfólks; tjáskipti og traust; Fræðsla og árekstrar
við kerfið. Þemun vísa til fjölbreyttra samskipta við umönnunaraðila og reynslu af þjónustunni. Almenn ánægja var með viðmót fagfólks en vísbendingar voru um að bæta megi fræðslu og upplýsingagjöf, túlkaþjónustu og stuðning. Samfelld ljósmæðraþjónusta og þjónandi forysta virðist henta vel og vera vænleg leið til að efla menningarhæfa barneignarþjónustu. Fram tíðarverkefni innan barnseignarþjónustunnar eru samskipti sem efla heilsulæsi og sjálfstraust kvenna sem eru af erlendu bergi brotnar.
Niðurstöður samræmast erlendum rannsóknum og eru mikilvægt framlag til þekkingarþróunar á þverfræðilegum grunni fyrir skipulag menningarhæfrar barneignarþjónustu sem nýtist heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Increase in number of immigrants in Iceland calls for a review on structure, management and outcomes of maternity services. Limited research exists in Iceland on immigrants' issues in relation to health services. Research from abroad show that childbirth experiences of foreign women indicate lack of concern for cultural background linked to equity issues of administration laws. The purpose of the research was to gain insight into immigrants' cultural views, customs and perceptions of childbirth experiences of maternity services. The aim was to gather knowledge for development of culturally competent childbirth care for foreign women in Iceland.
Cultural competence and servant leadership were used for conceptual background in this qualitative research with interviews with seven foreign women before and after childbirth in Iceland. Three themes were identified related to the women’s needs, perceptions and experience of childbirth services in Iceland: Lack of social support, Care providers’ manner, communication and trust and Information provided and con flicts with the system of care. The themes refer to diverse experiences and com - municat ion with care providers. Findings showed satisfaction with care providers’
manner but indicated need for improvement in terms of education and information provided, formal communication services and support around childbirth. Emphasis should be on health literacy and empowering communication with the women.
Continuous midwifery care and servant leadership seems to be relevant and pro vide potentials to ensure culturally competent maternal-child health service. Find ings are consistent with prior research and provide knowledge for improving maternity services, based onmultidisciplinary perspectives in health and welfare services.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
a.2011.7.2.8.pdf | 684.87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |