Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/10403
Greinin fjallar um niðurstöður tveggja rannsókna þar sem rýnt var í hið flókna samspil fátæktar og fötlunar. Fátækt er brýnt samfélagsvandamál og alþjóðastofnanir hafa unnið fjölmargar rannsóknir um fátækt og mismunun í heiminum. Þó að fyrirliggjandi gögn sýni að fatlað fólk sé líklegra en ófatlað til að vera fátækt hafa fáar rannsóknir beinst að samspili fötlunar og fátæktar. Mark mið rannsóknanna sem hér er greint frá var að afla þekkingar á félagslegum og fjárhagslegum aðstæðum fatlaðs fólks og öryrkja með áherslu á að öðlast skilning á daglegri reynslu og sjónarhorni fólksins sjálfs. Beitt var eigindlegum aðferðum, einstaklingsviðtölum og rýnihópaviðtölum. Þátttakendur voru alls
um 80, fjölbreyttur hópur með tilliti til aldurs, skerðingar, fjölskylduaðstæðna, búsetu, menntunar og fleiri þátta. Niðurstöður sýna að þátttakendur bjuggu við þröngan kost, margir áttu erfitt með að uppfylla brýnustu þarfir sínar og fjölskyldunnar og börðust við að falla ekki í fátækt. Fólk sýndi mikla útsjónarsemi við að lifa af á örorkubótum. Þrátt fyrir það var erfitt eða ómögulegt fyrir flesta að leggja fyrir til að eiga varasjóð en það er lykilatriði til að takast á við óvænt áföll og útgjöld. Þegar í harðbakka sló leituðu þátttakendur aðstoðar í félagslegu tengslaneti sínu, oftast til fjölskyldu, og ljóst er að gagn kvæm
stuðn ingstengsl gátu skipt miklu um afkomu fólks. Þær erfiðu fjárhagslegu og félagslegu aðstæður sem flestir bjuggu við sköpuðu álag, kvíða og streitu sem höfðu neikvæð áhrif á líðan og heilsufar. Mikilvægt er að aðgerðir stjórnvalda til að sporna við fátækt byggist á þekkingu á aðstæðum fólks og þeim flóknu ferlum sem eru að verki þar sem fátækt og fötlun mætast.
This article reports the findings of two research projects which focused on the complex intersection of poverty and disability. Poverty is a widespread social problem and international institutions have published numerous reports on poverty and social inequality in the world. Despite the fact that data shows that disabled people are more likely than non-disabled to be poor, few research projects have considered the relations between disability and poverty. The goal of the research reported in this article was to gain an in-depth understanding and knowledge about the everyday lives of disability pensioners from their own perspective. Qualitative methods were used; individual and focus groupinterviews with disability pensioners. Participants were a diverse group regarding age, impairment, education, housing and other factors. Findings show that participants found it difficult to survive on the disability pension and many were struggling at the edge of poverty. Most used various strategies in order to subsist in the context of financial vulnerability. Despite that most found it difficult or impossible to maintain a surplus to withstand economic shocks. When people could not make ends meet most turned to their social net works, usually family, for assistance and our findings show that such mutual social networks can play a crucial role. The financial and social struggl es to manage on a daily basis created insecurity, anxiety and stress which took a toll on people’s physical and psychological health. It is important that action taken by authorities to prevent poverty be based on knowledge of people’s lives and the complex forces at work at the intersection of disability and poverty.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
a.2011.7.2.9.pdf | 284.05 kB | Open | Heildartexti | View/Open |