is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10405

Titill: 
 • Félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa að velferðarmálum á Íslandi
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • Desember 2011
Útdráttur: 
 • Félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, sem eru hluti af hinum svokallaða þriðja geira, hafa um langa hríð gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska velferðarkerfinu. Þrátt fyrir þetta skortir upplýsingar um viðfangsefni, starf þeirra og umfang. Í greininni koma fram niðurstöður frumgreiningar á þessum viðfangsefnum. Notast er við greiningalíkön fræðimanna og alþjóðleg flokkunarkerfi til að skilgreina mismunandi hlutverk þeirra, greina fjölda og rekstrarumfang og mismunandi tengsl við hið opinbera. Byggt er á gagnasafni höfunda um áhrif efnahagskreppunnar á rekstarumhverfi þriðja geirans en einnig ritum um starfssögur einstakra félaga og sjálfseignarstofnana. Á grundvelli frumgreiningar á þessum þáttum er staðfest að hlutverk félagasamtaka og sjálfseignarstofnana á Íslandi í velferðarmálum er viðamikið en hefur tekið talsverðum breytingum á 20. öld. Með sama hætti hafa samskipti við hið opinbera breyst. Árið 2009 störfuðu skv. skilgreiningu höfunda 144 félagasamtök og sjálfseignarstofnanir, þar af voru þau fyrrnefndu 85% heildarfjöldans. Tæplega 6 af hverjum 10 voru aðilar sem höfðu að meginmarkmiði að veita opinbera þjónusta, um 2 af hverjum 10 voru með meðlimamiðaða starfsemi svo sem sjálfshjálparhópa og svipað hlutfall voru hagsmuna- og baráttusamtök. Rekstrarumsvif þeirra sem sinna opinberri þjónustu voru langmest og að sama skapi fjöldi launaðra starfs manna. Um 2/3 hlutar rekstraraðila voru með einn eða tvo aðaltekjustofna. Algengast var að mikill hluti tekna kæmi
  úr ríkissjóði. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi vandaðrar opinberrar tölfræði og rannsókna á starfsemi þriðja geirans á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Non-profit organizations and foundations, a part of the so-called third sector, have for a long period of time been an important part of the Icelandic welfare system.
  Despite this there is limited statistical and research data on their number and operations. The article includes findings from preliminary research on the subject. A theoretical models and international classification systems are used in the analysis to define their number, functions and operations and relations with the government. The data is derived from the authors’ database on the effects of recent economic crisis and historical data on individual non-profits and foundations. The findings confirm their extensive function in welfare services but a changing role through the 20th.
  century. Nonprofit-government relations have changed accordingly. Based on the authors’ definition 144 non-profit organizations and foundations were in operation in 2009, the former comprising 85% of the total number. A little less than 6 of every 10 were entities with the primary function of providing public service, approx.
  2 of every 10 were member-oriented such as self-help societies and similar ratio campaigning organizations. Organizations providing public service have the largest operating activities and number of employees. Approx. 2/3 of the entities had one or two primary income bases. Most frequently the largest portion of the organizations’
  income was provided by the central government. The importance of reliable official data and research on the third sector in Icelandic is emphasized.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 7 (2) 2011
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 20.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2011.7.2.13.pdf538.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna