is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10406

Titill: 
  • Bætt þjónusta, virðing og velferð. Sívirk viðhorfskönnun hjá notendum heilbrigðis- og félagsþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá fram mat frá þjónustuþegum á upplifuðum gæðum þjónustu í velferðarkerfinu. Skoða lífsgæði og stuðning, einnig virðingu og valdeflingu í samskiptum innan þjónustunnar. Rannsóknin var framkvæmd í mánuðunum febrúar til apríl 2011, í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Heildarfjöldi úrtaksins var 560 manns. Rannsóknin var gerð á 5 stöðum, Einni skurðdeild, tveimur göngudeildum (sykursýkis- og geðdeild) einni heilsugæslu og félagslegri þjónustumiðstöð. Við rannsóknina var notuð blönduð aðferðafræði, eigindleg og megindleg. Mælitækið innihélt 16 spurningar settar saman úr spurningalistum frá Landlæknisembættinu og stuðst við módel hannað út frá þarfapýramída Maslovs og ICF greiningu. Einnig voru spurningar lagðar fyrir stjórnendur um viðhorf til sívirkra þjónustukannana.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar var sú að ánægja með heildarþjónustuna var töluverð. Um 84% svarenda fannst hún mjög góð eða frekar góð. Virðing sýndist vera í flestum samskiptum. Allgóð fræðsla var til þjónustuþega en virtist ekki fela í sér þá valdeflingu sem þarf til að þjónustuþeginn væri virkur þátttakandi í sínum eigin málefnum. Mismunur var á upplifun á stuðningi og skilningi sem karlar og konur voru aðnjótandi í þjónustunni. Konur upplifðu meiri stuðning og skilning en karlar. Munurinn var marktækur hvað varðar upplifun þjónustuþátta milli staða, þar sem rannsóknin var framkvæmd. Eldra fólk upplifði þjónustuna mun betri en mældist lægra á lífsgæðakvarða en yngra fólk. Fólk í félagslega kerfinu og Göngudeild geðsviðs mat lífsgæði sín mun verri en á öðrum þjónustustöðum. Heildarfjöldi þeirra sem skráðu að einhver atburður hefði komið upp á í meðferð og aðstoð í þjónustunni var 18% úrtaksins. Niðurstöður leiddu í ljós að sama mælitæki mætti nota í allri velferðarþjónustunni til að mæla þjónustugæði.
    Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru mismunandi framkvæmd við afhendingu spurn-ingalista og óvissu um fjölda í úrtaki. Niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna á þjónustu sem veitt er í félags- og heilbrigðiskerfi.

Samþykkt: 
  • 20.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baett-thjonusta-virding-og-velferd_MPH-2011.pdf2,44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna