is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10420

Titill: 
 • Félagsráðgjöf á öldrunarstofnun. Hlutverk og vinnuaðferðir félagsráðgjafa á Landakoti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Öldruðum einstaklingum hefur á undanförnum árum fjölgað mjög hér á landi og búast má við áframhaldandi fjölgun. Því er mikilvægt að huga að fjölbreyttri þjónustu fyrir þennan aldurshóp. Þarfir og sjónarmið hins aldraða einstaklings ber að hafa í huga þegar verið er að meta félagslega stöðu hans, getu og þjónustuþörf. Félagsráðgjafar og annað fagfólk sem kemur að umönnun aldraðra þarf að vera meðvitað um þarfir og óskir aldraðra, heilsu, færni og félagslega stöðu ásamt þeim áhættuþáttum sem geta leitt til meðal annars heilsubrests, færniskerðingar eða félagslegrar einangrunar. Ýmsar leiðir eru til að öðlast þær upplýsingar hjá sjúklingum og er það meðal þess sem verður kannað í þessari rannsókn.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þær vinnuaðferðir sem félagsráðgjafar nota til nauðsynlegrar gagnaöflunar í öldrunarþjónustunni á Landakoti. Þá er einnig ætlunin að kanna hvers vegna farið var af stað með notkun ASEBA matslista en þeir matslistar hafa nýlega verið teknir í notkun hér á landi fyrir þennan aldurshóp. Tilgangur rannsóknarinnar er annars vegar að varpa ljósi á þær aðferðir sem notaðar eru til gagnaöflunar og hins vegar að kanna upplifun af notkun og innleiðingu á nýju matstæki sem innleitt var haustið 2010 á Landakoti.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að vinnuaðferðir félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu LSH á Landakoti eru í mjög föstum skorðum og virðast sambærilegar á milli starfsmanna þó ekki séu notaðir staðlaðir matslistar að staðaldri við upplýsingaöflun. Upplýsingaöflun fer fram á teymisfundum, með viðtölum við bæði sjúklinginn og aðstandanda og í gegnum rafrænt skráningarkerfi Landspítalans. Þá eru félagsráðgjafarnir einnig í tengslum við þjónustufyrirtæki og stofnanir sem sjá um þjónustu við aldraða. Félagsráðgjafarnir virðast hlynntir notkun gagnreyndra vinnubragða þ.m.t. staðlaðra matslista þar sem það gefur viðbótar upplýsingar og staðlar vinnubrögð á milli þeirra, þó ekki hafi gengið sem skyldi að innleiða notkun þeirra. Félagsráðgjafarnir töldu að ASEBA matslistinn kæmi mest að gagni sem skimunartæki og væri þá tímasparandi og gagnlegast þegar hægt er að gera matið fljótlega eftir innlögn.
  Lykilorð: Aldraðir –Vinnuaðferðir í öldrunarþjónustu – ASEBA – Gagnreyndar vinnuaðferðir.

Samþykkt: 
 • 20.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg María_ritgerð.pdf737.95 kBLokaðurHeildartextiPDF