Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1043
Fyrirtækið Vörður vátryggingafélag var stofnað árið 1926 og hefur höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Í upphafi var fyrirtækið einungis með báta- og skipatryggingar en eftir að ný lög um tryggingafélög tóku gildi árið 1995 var farið að huga að breytingum á rekstrarformi fyrirtækisins. Forsvarsmenn þess ákváðu að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu og bjóða nú upp á allar almennar tryggingar.
Hjá Verði Vátryggingafélagi árið 2002 er vægi ökutækjatrygginga annars vegar og báta- og skipatrygginga hins vegar jafnmikið eða um 41% hvor. Markhópur fyrirtækisins samanstendur af fjölskyldufólki eldra en 25 ára. Með þeim markhópi er yfirleitt hægt að nálgast þann stöðugleika og það traust sem nauðsynlegt er.
Góður og tryggur viðskiptamannahópur er hverju fyrirtæki nauðsynlegur og það sama á einnig við starfsmenn. Það sem einkennir Vörð er lág starfsmannavelta og áhugasamt starfsfólk sem er tilbúið að taka á sig fjölbreytileg verkefni. Eitt af þeim verkefnum sem starfsmennirnir vinna, er að sinna markaðsstörfum og þá sem markaðsfulltrúar (e:part time marketers). Þannig ná þeir að byggja upp mikilvægt og krefjandi samband milli fyrirtækisins og viðskiptavina (e:relationship marketing).
Hefðbundið markaðsstarf er ekki ákjósanlegt né nauðsynlegt að mati höfundar. Vörður hefur einungis um 1% markaðshlutdeild á Íslandi og getur engan vegin tekið þátt í þeirri markaðsveislu sem hin tryggingafyrirtækin bjóða upp á. Vörður verður og hefur byggt á sínum sérkennum, traustum viðskiptavinahópi, áhugasömum starfsmönnum og persónulegum tengslum þar á milli.
Lykilorð verkefnisins:
• Vörður Vátryggingafélag
• Tryggingar
• Samskiptamarkaðssetning
• Markaðsfulltrúar
• Markaður
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
samskiptamarkadss.pdf | 506.94 kB | Lokaður | Samskiptamarkaðssetning - heild | ||
samskiptamarkadss_e.pdf | 138.01 kB | Opinn | Samskiptamarkaðssetning - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
samskiptamarkadss_h.pdf | 108.67 kB | Opinn | Samskiptamarkaðssetning - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
samskiptamarkadss_u.pdf | 114.3 kB | Opinn | Samskiptamarkaðssetning - útdráttur | Skoða/Opna |