is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10433

Titill: 
 • Titill er á ensku Long term follow-up of patients with fatty liver disease verified with a liver biopsy. Etiology and outcome
 • Langtíma eftirfylgni sjúklinga með fitulifur, staðfestri með lifrarástungu
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fita getur safnast í lifur fólks af mismunandi orsökum, algengastar eru ofnotkun áfengis og offita. Á síðustu áratugum hefur tíðni fitulifrar aukist til muna og getur þróast yfir í skorpulifur, sem getur leitt til lokastigs lifrarbilunar. Sú tegund fitulifrar, sem tengist offitu og er óháð ofnotkun áfengis hefur verið nefnd non-alcoholic fatty liver disease (NAFLD). NAFLD er hægt að flokka í einfalda fitulifur (simple steatosis) og fitulifur, sem hefur auk þess merki um bólgu- og bandvefsbreytingar og er nefnd non-alcoholic stetatohepatitis (NASH). NASH er eingöngu greind með lifrarástungu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna orsakir sjúkdómsins, einkenni hans og hvort sjúklingar með fitulifur, staðfesta með ástungu, létust frekar úr lifrartengdum sjúkdómum.
  Aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og lýðgrunduð. Þátttakendahópurinn samanstóð af öllum sjúklingum eldri en 18 ára, sem greinst höfðu með fitulifur við lifrarástungu á árunum 1984-1993 á Íslandi. Upplýsingar um greiningu á fitulifur voru fengnar frá meinafræðideild LSH, sjúkdóms-upplýsingar úr sjúkraskrám LSH. Frá Hagstofu Íslands voru fengnar dánarorsakir skv. dánarvottorðum, úr Vistunarskrá Landlæknisembættisins og frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins voru fengnar sjúkdómsgreiningar tengdar efnaskiptavillu. Einnig fengust upplýsingar úr sjúkraskrám um áfengis-notkun sjúklinga og frá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda (SÁÁ), upplýsingar um áfengismeðferð á rannsóknartímabilinu.
  Niðurstöður: Alls voru greindir 142 sjúklingar með fitulifur á timabilinu og 68 sjúklingar voru útilokaðir frá rannsókninni vegna annarra orsaka en þeirra, sem tengjast offitu eða ofnotkun áfengis. Þátttakendahópurinn samanstóð af 44 sjúklingum með fitulifur óháða áfengisnotkun og 30 sjúklingum með fitulifur tengda áfengisnotkun. Meðaleftirfylgnitími var 18.8 ár í hópi með fitulifur óháða áfengi og 24.2 ár í hópi með áfengisháða fitulifur. Þrír sjúklingar í hvorum hópi voru greindir með skorpulifur, fimm konur og einn karl. Þegar hlutfallsleg lifun var reiknuð með tilliti til kyns, höfðu konur marktækt verri hlutfallslega lifun en karlar, þ.e. eftir tíu ár (76%), fimmtán ár (79%) og eftir tuttugu ár (66%) miðað við almennt þýði. Algengustu dánarorsakir í báðum hópum voru hjarta- og æðasjúkdómar (56%), þá illkynjasjúkdómar (18%) og loks lifrartengdir sjúkdómar, sem voru 13% miðað við 0.1% í almennu þýði. Sjúklingar með fitulifur háða áfengisnotkun höfðu betri horfur, en sjúklingar með fitulifur óháða áfengisneyslu.
  Ályktun: Sjúklingar með fitulifur óháða áfengisneyslu og þeir með fitulifur háða áfengisneyslu hafa svipaða hættu á að þróa með sér skorpulifur. Konur fengu frekar skorpulifur en karlar. Á rannsóknartímabilinu jókst áhætta verulega að deyja úr lifrartengdum sjúkdómum, 13% samanborið við 0,1% í almennu þýði.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Fatty liver disease is mostly associated with alcohol and obesity. Non-alcoholic fatty liver disease (NAFLD) is an increasingly recognized condition that may progress to end-stage liver disease. NAFLD refers to a wide spectrum of liver damage, ranging from simple steatosis to non-alcoholic steatohepatitis (NASH), advanced fibrosis and cirrhosis. The aim of this study was to investigate the etiology, clinical features and liver-related mortality of biopsy-proven fatty liver disease in Iceland.
  Methods: This was a retrospective, population-based cohort study. Eligible were adult patients with reevaluated biopsy-proven fatty liver disease diagnosed in Iceland 1984-1993. Relevant clinical information was obtained from medical records and participants were linked by their personal identification number to the Hospital Discharge Register, Registry for Causes of Death and Primary Health Care. Information concerning alcohol addiction therapy was obtained from the SAA-National Centre of Addiction Medicine in Iceland, as well as in medical records.
  Results: A total of 142 patients with fatty liver disease were identified and 68 patients were excluded from the study, due to other reasons than alcoholic or non-alcoholic etiology. The population consisted of 44 non-alcoholic and 30 alcoholic fatty liver patients. Median follow-up time was 18.8 years in the non-alcoholic group and 24.2 years in the alcohol group. Three patients in each group developed cirrhosis, five women and one man. When comparing gender in the total cohort, the relative survival was not found to be significantly different for men compared to the general population, but significantly worse for women after ten (76%), fifteen (79%) and twenty years (66%), compared to expected survival. The most common cause of death in the total cohort, was due to cardiovascular disease (56%), followed by malignancy (18%) and liver-related death, 13% vs. 0.1% in the general population. Those diagnosed with alcoholic fatty liver disease had a better prognosis than those belonging to the non-alcoholic group.
  Conclusion: Patients with non-alcoholic fatty liver disease and alcoholic fatty liver disease were found to have a similar risk of developing cirrhosis. Women were more prone to develop cirrhosis than men. Relative survival was found to be significantly worse for women, but not significant for men. Patients showed a substantially higher risk of developing liver-related death (13%) compared to the general population (0.1%) during the study period.

Samþykkt: 
 • 28.12.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Norland_14.12.11_PRENT.pdf851.75 kBLokaður til...30.06.2050HeildartextiPDF
Helga Norland - 241254-5189 - lokaverkefni.pdf410.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF