is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10437

Titill: 
 • Debet og kredit. Luca Pacioli og þróun reikningshalds
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er þróun reikningshalds rakin frá fornu fari til nútímans. Sérstaklega er fjallað um framlag Luca Paciolis sem á seinni tímum hefur hlotið titilinn „faðir reikningshalds“. Pacioli var ekki upphafsmaður tvíhliða bókhalds né hélt hann því nokkurn tímann fram, en hann var sá fyrsti sem skrifaði um ákveðnar aðferðir í reikningshaldi sem þróast höfðu á endurreisnartímabilinu á Norður-Ítalíu þar sem stór stétt kaupmanna hafði myndast.
  Árið 1494 gaf hann út tímamótaverk sem ber titilinn Summa de Arithmetica, Geometria, Proportioni et Proportionalita. Fjallað verður ítarlega um þetta mikilvæga verk en útgáfa þess varð til þess að efla útbreiðslu tvíhliða bókhalds.
  Þá verður lífshlaup og starfsferill Luca Paciolis skoðuð og þá sérstaklega samstarf hans við Leonardo Da Vinci sem reyndist báðum ákaflega farsælt.
  Breytingar á reikningshaldi hafa löngum verið samofnar samfélagslegum breytingum á hverjum tíma. Reynt verður að varpa ljósi á þær breytingar sem orðið hafa á reikningshaldi frá þeim tíma sem Luca Pacioli kom fram á sjónarsviðið og fram til nútímans. Iðnbyltingin og sú tækniþróun sem fylgdi í framhaldinu skiptir hér miklu máli. Tækninýjungar sem þá komu fram voru í raun undanfari tölvunnar og eru undirstaða þeirra velmegunar sem Vesturlönd búa við í dag.
  Tvíhliða bókhald er enn grunnurinn að reikningshaldi nútímans. Samtímamenn Luca Paciolis höfðu eingöngu pennann að vopni og notuðu dagbók og höfuðbók til þess að halda utan um bókhaldið í heild sinni. Í dag höfum við fullkomin upplýsingakerfi sem gera okkur kleift að greina upplýsingar úr bókhaldinu á margvíslegan hátt. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að hver debetfærsla á sér mótvægi í kreditfærslu rétt eins og á dögum Luca Paciolis. Með útgáfu verka sinna stuðlaði hann að útbreiðslu tvíhliða bókhalds um alla Evrópu. Þessi aðferð varð síðan ráðandi í hinum vestræna heimi bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og lifir enn góðu lífi í bókhaldskerfum 21. aldar.

Samþykkt: 
 • 3.1.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Þórunn Gunnarsdóttir.pdf308.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna