Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/10438
Hér verður fjallað um frelsishugtakið eins og það birtist í völdum frumvörpum, greinargerðum og umræðum um þær stjórnarskrár sem hafa gilt hér á landi. Umræður um merkingu þeirra hugtaka sem lúta að réttindum og frelsi borgaranna eru af skornum skammti í þeim gögnum sem voru skoðuð en þar sem hún var til staðar virðist sem hinni hefðbundnu aðgreiningu í jákvæð og neikvæð réttindi og jákvætt og neikvætt frelsi hafi verið tekið sem gefinni. Þessi
skortur á gagnrýnni umræðu um hugtökin hefur valdið ákveðnum vandræðum í umræðum um frelsi og réttindi þar sem sú aðgreining sem notast er við nær ekki fyllilega að lýsa fyrirbærunum. Lögð er til ný leið að til að nálgast frelsishugtakið þar sem frelsið er skilið sem frelsi undan drottnun fremur en frelsi undan afskiptum. Með því að hugleiða aðra skilgreiningu á frelsishugtakinu er hægt að dýpka umræðuna um frelsi og réttindi og losa hana úr viðjum þeirrar tvískiptingar sem hún er föst í. Því er þá haldið fram að með því að endurskilgreina frelsishugtakið verði til nýr hugtakarammi sem nýtist betur til að fjalla um frelsi borgaranna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð.pdf | 498.13 kB | Open | Heildartexti | View/Open |